Andvari - 01.01.1917, Side 72
64
Alþýðutryggingar.
[Andvari.
-var gjaldskyldan færð út til allra karlaog kvenna áaldr-
inum 18—60 ára, að undanskildum þeim sem njóta
sveitarstyrks, þeim sem fyrir ómögum eiga að sjá eða
ekki geta unnið fyrir kaupi, og þeim sem trygt er íje til
framfæris á elliárum. Ennfremur er gjaldið liækkað fyrir
karlmenn upp í kr. 1,50 ogfyrir kvenfólk upp í 75 au. og
af því má úthluta á hverju ári 2/s ásamt Vs landssjóðs-
styrknum og V2 vöxtunum. Styrkurinn veilist eins og
áður eftir umsókn ellihrumum fátæklingum yfir sex-
tugt, ef þeir hafa ekki þegið sveitarstyrk síðustu 5
árin, en auk þess var heimilað að veita styrkinn
einnig, ef knýjandi ástæður væru til, heilsubiluðum
fátæklingum innan sextugs. Styrkurinn til hvers eins
má ekki vera minni en 20 kr. og ekki fara fram úr
200 kr. Við þessa breylingu jukust töluvert tekjur
sjóðsins og upphæð sú, sem til úthlutunar lcemur.
Árið 1915 var t. d. útlilutað úr sjóðunum um 44 þús.
krónum.
Það er sami annmarkinn á ellistyrknum hjer sem
á ellistyrknum í Danmörku, þar sem það er alt undir
náð sveitastjórnanna komið, hverjir fá styrkinn og
hve mikinn. í rauninni verður ellistyrkurinn að eins
sveitarstyrkur í öðru formi, þó að menn greiði sjer-
stakt ellistyrklarsjóðsgjald, því að menn öðlast engan
rjett til ellistjrrks fyrir þau iðgjöld. Frá sjónarmiði
gjaldandans liggur næst að skoða ellistyrktarsjóðs-
gjaldið sem hvern annan skatt og það engan-
veginn rjettlátan skatt, þar sem það er nefskaltur,
sem er jafnhár á ríkum og fátækum. Eini mun-
urinn á ellistyrktarsjóðsgjaldinu og öðrum sköllum
er sá, að það er ekki alt brúkað undir eins,
heldur er nokkur hluti þess lagður á vöxtu til þess
að mynda öflugan sjóð í framtiðinni, er megni að