Andvari - 01.01.1917, Qupperneq 73
Andvari.
Alþýðutrvggingar.
65
veita ríflegan styrk. En þá er líka eðlilegra, að þeir
sem í sjóðina greiða, eigi heimting á lífeyri til end-
urgjalds fyrir iðgjöld sín, þegar þeir verða óvinnu-
færir, enda þótt þeir kunni að hafa sparað sjer svo
mikið saman, þar að auki, að þeir liggi ekki við
sveit. Þá fyrst yrðu sjóðirnir reglulegir öryrkja- og
ellitryggingarsjóðir. En til þess að þeir gætu orðið
það og veitt samt lífeyri, sem nokkuð munaði um,
mundi líklega þurfa að færa gjaldið töluvert upp, en
þá ættu heldur ekki aðrir en fátækustu styrkþegarnir
að njóta góðs af landssjóðsstyrknum líkt og á sjer
stað við þjóðtrygginguna í Svíþjóð. Ef skoða ætti
ellistyrktarsjóðsgjaldið sem tryggingariðgjald leiddi þar
af, að konur ættu í hæsta lagi að geta fengið hálfan
ellistyrk á móts við karlmenn, þar sem þær greiða
helmingi lægri iðgjöld og eru aulc þess langlifari.
Slysfarir lijer á landi eru mjög tíðar, en aðeins
fyrir eina atvinnugrein hefur komist hjer á mjög
takmörkuð slysatrygging. Með lögum 10. nóv. 1903
um lítsábyrgð sjómanna var stofnuð skyldutrjrgging
fyrir fiskimenn á þilskipum, þó ekki gegn slysum
yfirleitt, heldur aðeins gegn druknun eða láti af slys-
förum. Til þess að annast trygginguna var stofnaður
vátryggingarsjóður, sem fiskimenn á þilskipum áttu
að greiða í 15 au. fyrir hverja viku vetrarvertíðar,
og 10 au. fyrir hverja viku sumarvertíðar, en út-
gerðarmenn greiddu helming á móts við gjald skip-
verja ('7Y* og 5 au.). Ef svo sjómaður druknar eða
deyr af slysförum á því tímabili, sem hann hefur
greitt iðgjald fyrir, útborgar sjóðurinn eftirlifandi
vandamönnum hans, ekkju, börnum, foreldrum eða
systkinum 100 kr. á ári í næstu 4 ár þar á eftir.
Með lögum 30. júlí 1909 um vátrygging sjómanna
Andvari XLII. 5