Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 75
Aiuívari.]
Alþýðutryggingar.
67
því að á alþingi 1915 var samþykt þingsályktunartillaga
um að skora á stjórnina að rannsaka slysatrygging-
ar verkamanna og hefur hún ráðið mann til þess
að kynna sjer alt það, sem þar að lýtur, og gera til-
lögur um það.
Víðast hvar annarsstaðar hafa sjúkratryggingarnar
gengið á undan öðrum alþýðutryggingum. Hjer hafa
þær aftur á móti orðið síðastar. Það er fyrst með
stofnun Sjúkrasamlags Reykjavíkur árið 1909, að
regluleg sjúkratrygging hefst hjer á landi. Með lög-
um 11. júli 1911 uin sjúkrasamlög var slíkum fje-
lögum gefinn kostur á lögskráningu og landssjóðs-
styrk, ef þau fullnægðu ákvæðum laganna. Lands-
sjóðsstyrkurinn var ákveðinn í kaupstöðum og kaup-
túnum, sem eru læknisselur, 1 kr. fyrir hvern fje-
lagsmann, en annarsstaðar kr. 1,50. Skiiyrði fyrir
inntöku í slíkt samlag er, að maður sje á aldrinum
15—40 ára, liafi engan viðloðandi sjúkdóm, er skerði
vinnuþol hans, enda sje hann fullliraustur þegar
liann gengur í samlagið. I kaupstöðum og læknis-
kauptúnum er sett tekjuliámark sem inntökuskilyrði,
1200 kr. að viðbættum 100 kr. fyrir hvert barn inn-
an 15 ára, og 5000 kr. eignahámark. Samlögin mega
þó taka menn inn, sem hafa hærri tekjur, en þeir
eru þá hlutlausir fjelagar og hafa ekkert tilkall til
tryggingar fyrir sig og sína, heldur eru aðeins í fje-
laginu lil þess að styrkja það með tillagi sínu og
starfskröftum. Tryggingin er fólgin í ókeypis læknis-
hjálp, ókej'pis sjúkrahúsvist og dagpeningum, ekki
minni en 50 au. á dag og ekki meiri en ‘■‘/3 af venju-
legum daglaunum sjúklingsins. Dagpeningana má þó
stundum láta falla niður. Hvert samlag ræður, hve
há iðgjöld það tekur af fjelagsmönnum sínum, en