Andvari - 01.01.1917, Page 77
Andvari.
Alþýðutryggingar.
69
af landsfje þá sem minni tekjur hafa til þess að
tryggja sig gegn veikindum. Eftir þessar breytingar
er vonandi, að sjúkrasainlögin eflist og að þau fari
að geta borið sig. Ef þau ekki geta það samt, verða
þau annaðhvort að hækka iðgjöldin eða takmarka
hlunnindin, sem þau veita, því að slílc fjelög mega
ekki safna skuldum. Annars eru reglurnar um þau
sniðnar eftir sjúkrasamlögunum dönsku, sem hafa
blómgast betur en í nokkru öðru landi, þar sem
sjúkratrygging er sjálfviljug, svo að */4 hluti allra
landsmanna eru í sjúkrasamlögum. Hjer á landi
er varla svo almennur fjelagsandi ríkjandi, að hægt
sje að búast við neitt svipuðum árangri í nálægri
framtíð, enda þótt það sje mönnum sjálfum fyrir
bestu að ganga í slíkan fjelagsskap. En rjett virðist
að sjá, hve langt má komast þessa leið, áður en farið
er að hugsa um að koina á sjúkratryggingarskyldu.
Að því er til löggjafarinnar kemur má kalla, að
sjúkratryggingunum sje best borgið hjer á landi, þar
sem aftur á móti öðrum alþýðutryggingum er mjög
ábótavant eða þær vantar með öllu. En þá fyrst er
alþýðutryggingunum komið í gott horf, þegar hver
maður er trygður frá vöggunni til grafarinnar gegn
veikindum, slysum, elli og atvinnuleysi, eða með öðr-
um orðum öllu því, sem venjulega skerðir eða heftir
starfskraftana. Á því er enginn efi, að alþýðutrygg-
ingarnar eru eitt af þeim málum, sem löggjöf lands-
ins verður í nánustu framtíð að taka til rækilegrar
meðferðar. í öllum menningarlöndum standa þær of-
arlega á dagskrá og þykja hafa borið hina blessunar-
ríkustu ávexti. Fr. Zahn forstöðumaður landshagstof-
unnar í Bajern hefur fyrir nokkru ritað grein í Allge-
meine Statistische Archiv um árangur alþýðutrygg-