Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 80
72
Fiskirannsóknir
[ Aildvíiri.
ur- og Suðurslrönd landsins og hafði eg í þeim lil-
gangi safnað í Reykjavík allmiklum ákvörðunar-
gögnum bæði af þorski, ýsu og skarkola, af fiski er
veiddur hafði verið í Faxaflóa og Miðnessjó, en til
þess að ná í þesskonar gögn frá fleiri stöðum varð
eg að fara þangað.
í þessum erindum fór eg tii Vestfjarða sumarið
1915.
Lagði eg af stað 23. júlí og var ferðinni fyrst heitið
til Ísafjarðar, því að um það leyti málti búast við
því, að nægan fisk væri að fá þar af mótorbátum
frá ísafirði eða Hnífsdal og smáfisk og skarkola m.
m., sem aflaður yrði á smábáta inni í Djúpinu. Kom
eg til ísafjarðar um nónbil næsta dag, sem var laug-
ardagur. Næsta dag var versta veður með úrkomu
og kulda (6,6° um hádegið) og varð ekkert aðhafst;
svo batnaði veðrið næstu nótt og var úr því inn-
dælis veður í 3—4 vikur, eða allan tímann, er eg
dvaldi við rannsóknir á Vestfjörðum.
Á ísafirði var eg hálfan mánuð. Meðan eg dvaldi
þar, var aflabrögðum háttað þannig, að inni í Sund-
unum aflaðist dálítið af skarkola í net, og töluvert
af smáfiski (þyrsklingi og stútungi) og smáýsu á færi
og lóð í Skutulsfjarðarmynni eða úti í Miðdjúpinu.
í mögum þessa fisks var yfirleitt lítið eitt af botn-
fæðu eða ekkert. Auk þess fékst margt af smálúðu,
tindabikkju og lítið eitt af steinbít og lýsu. 26. júlí
fór að aflast millilsíld og stórsíld í kastnætur og
snyrpinætur í Álftafirði og Seyðisfirði og mikil sild
innum Djúpið. Með síldinni veiddist mergð af 30—
40 cm. ufsa, sem að mestu leyti var þrevetur, og.
nokkuð afsjóreyði. Síldin var flest mjög mögur (fita
0% í 4, 15% í 2) og bæði hún og hinir fiskarnir