Andvari - 01.01.1917, Side 81
Andvari].
1915 og 1916.
73
voru troðnir af örsmáu (4 cm) sandsíli og »augna-
sili« eða »ögn« (MysisJ. Var svo sem auðskilið, að
þessi smááta hafði lokkað sildina og smáufsann inn
í Djúpið. Seinna fór að aílast feitari sild (fita 10—
21°/o) úti með Grænuhlíð og úti fyrir Aðalvík og full
af rauðátu. Af síldinni tók eg hreistur.
Það varð ekkert úr þorskafla á ísafirði, þegar síld-
in fór að veiðast og fór eg því tvisvar út i Hnífsdal,
því að þaðan fóru þá dagana 10—15 mótorbátar út
á haf t'l veiða og öíluðu vel á nýju síldina, á svæð-
inu milli Dj'rafjarðar og Djúpáls og alt að því 20
sjómílur út. Aflinn var mest þorskur, stútungur og
þyrsklingur, steinbítur, stórýsa og miðlungsýsa og
smálúða (»lok«). Svo fékst nokkuð af löngu, fremur
smárri, stofnlúðu og stórum skarkola, einstaka smá-
keila, tindabikkja og hlýri. Svipaður þessu er aflinn
vanur að vera þar á sumrin, en meira af þorski á
öðrum tímum ársins og ef lengra er farið út. Allur
var [þessi fiskur vel feitur og í maga hans yíirleitt
ýmiskonar botnfæða, í þorskinum einkum litli-trjónu-
krabbi (Hyas coarctalusj, burstaormar og slöngu-
stjörnur, í ýsunni hið sama, nema trjónukrabbinn.
Af því að svo mikið barst að af afla, fór því miður
mjög mikið af ekki að eins slógi, heldur og af stór-
um þorskhausum og jafnvel lúðuhryggjum með höfði
og beltum við í sjóinn og var furða, að ekki skyldu
drengir á ísafirði fara út eftir á bátum og fá að
hirða hið bezta af þessu, þar sem lítið var um nj'jan
fisk í bænum.
í Hnífsdal tók eg aldursákvörðunargögn af allmiklu
af þorski, ýsu og lúðu, og voru Hnífsdælingar mér
mjög innanhandar við það, en mér til aðstoðar hafði
bæði þar og á ísafirði Þorvald Árnason stúdent.