Andvari - 01.01.1917, Qupperneq 83
Andvari].
1915 og 1916.
75
Þótt fjörðurinn sé ekki fiskisæll sjálfur, þá liggur
hann ágætlega við fyrir íiskveiðum, þar með síld-
veiðum, út á haf, þar sem liin víðáttumiklu og fiski-
sælu grunn milli Dýrafjarðar og Djúpáls (Barða-
grunnið) liggja þaðan út, langt til hafs. Var þar áð-
ur töluvert róðrarbáta útræði frá Suðureyri (sbr.
skýrslu mína 1901, Andvari 1902, bls. 100), en 1903
—04 byrjaði þar mótorbátaútgerð, með fáum bátum,
en þetta vor (1915) gengu þaðan 23 mótorbátar og
áttu 19 þeirra þar heima. Fiska þeir á vorin og
sumrin með haldfærum »við laust« og eyða þá nál.
20 sinnum minni olíu, en þegar lóð er brúkuð.
Þetta má telja mikla framför fyrir plássið, en sá
er galli á, að skipalægið er hvergi nærri gott, þar
sem bátarnir verða að liggja uian til við eyrina, þar
sem ekkert afdrep er, þegar stormur er af hafi (vestan)
og setur mjög krappan sjó á grunninu fyrir utan
eyrina. Svo bætist við, að á veturna leggur innfjörð-
inn mjög í frostum og verður mikið ísrek út álinn
með eyrinni og jafnvel stórar ísspangir eða spildur
út yfir skerin með byrjandi útfalli, þegar ísa leysir,
og getur það orðið hættulegt fyrir bátana. Hafís
kemur hins vegar sjaldan inn á útfjörðinn. Súgfirð-
ingar eiga því erfitt aðstöðu með útveg sinn. Hefir
komið til tals að gera ísbrjóta í skerjunum, til þess
að kljúfa spengurnar annars vegar, en öldubrjót eða
varnargarð fyrir hafsjó, kippkorn fyrir utan bátaleg-
una, en hvoittveggja mundi kosta mikið fje, einkum
garðurinn, ef lið ætti að verða að, en mikil þörf
væri á því. Spurning er, hvort ekki mundi betra
að grafa út legu innan til við aðra hvora eyrina
(Suður- eða Norðureyri).
Frá ísafirði ílutti eg mig 6. ágúst til Patreksjjarðar,