Andvari - 01.01.1917, Síða 84
76
Fiskirannsóknir
] Andvari.
því að þar ætlaði eg að halda áfram söfnun minni
og rannsóknum. Var eg svo heppinn, að góðviðrið
hélzt við meðan eg dvaldi þar, og aílabrögð góð úti
í flóanum og nægð af ýmiskonar smáfiski inn í firðin-
um, svo að eg fékk nóg af því, sem eg þurfti að fá
til rannsókna. Stóð það heima, að síðasta daginn
sem eg var þar (17. ág.), breytti um veður og gerði
langa hafáttar-rumbu, svo að tók fyrir allar gæftir..
Eg var á Patreksfirði sumarið 1901 til þess að kynna
mér fiskiveiðar þar, eins og lesa má í skýrslu minni
1901 í Andvara 1903. Ein brej'ting er orðin þar á
einkennileg síðan, fyrir utan þilskipaútveginn, sem
þá var lítill eða enginn: Laust eftir aldamólin settist
að þar í firðinum Færeyingur einn til veiða, með
bát sinn. Varð það til þess að menn á Eyrunum
tóku þá upp Færeyjabáta til fiskjar, og hafa haldið
þeim sið síðan. Haga þeir nú veiðum sínum þannig,
þegar þeir róa út í flóann, að nokkurir bátaeigend-
ur »slá sér saman« um einn lítinn mólorbát, sem
dregur 2—3 Færeyjabáta, með 3 mönnum á, út á mið-
in, þar sem þeir leggja lóðir sínar og bíður svo eftir
þeim aðgerðalaus, meðan þeir eru að veiðum (leggja
2—3 köst) og dregur þá svo með farminum heim
til lands. Þetta getur vel gengið, meðan gott er veður
og sléttur sjór.
Frá Vatneyri brá eg mér yfir fjörðinn til þess að'
sjá Sauðlauksdal og Rauðasand, því að þar hafði eg
aldrei komið áður1). Sauðlauksdalur er þektur staður
síðan Björn próf. Halldórsson var þar með sínar
1) Naut eg á þeirri ferð gestrisni og margvíslegs fróð-
leiks sira Porvalds Jakobssonar og skemtilegrar fylgdar
hans, vestur á Sandinn,