Andvari - 01.01.1917, Síða 86
78
Fiskirannsóknir
[Andvari.
svo mikið sé af þeim þar, að þær séu aðalfæða
bleikjunnar og er það mjög óvanalegt. Urriðinn er
veiddur fyrri part sumars á dorg, beitta ánamaðki,
á eftir bát.
Frá Sauðlauksdal fór eg vestur á Rauðasand, en
viðstaðan þar gat því miður ekki orðið nema partur
úr degi. Þorv. Thóroddsen hefir lýst þessari fögru og
afskektu sveit (Ferðabók II, bls. 7—10), svo að eg
þarf ekki að gera það hér. Útræði er þar lítið, að
eins skroppið á sjó við og við á sumrin til þess að
fá í soðið og er það aðallega þyrsklingur sem fæst
og beitt sandmaðki. Af honum er urmull á leirun-
um við lónið inn af Bæjarósi. A leirunum er á sumr-
in allmikið af skarkolaseiðum á 1. og 2. ári1). Sel-
veiði er töluverð við ósinn frá Bæ. Liggja selir oft
svo hundruðum skiftir uppi í ósnum og lágu nú 50
—60 þar. Nokkurum dögum .áður en eg kom að Bæ,
höfðu verið veiddir þar 18 fullorðir selir og vildi
svö vel til að innýflin úr 8 þeirra voru enn við líði.
Skoðaði eg alla magana, 7 voru alveg tómir, nema
hvað í þeim var mergð af lifandi þráðormum, en
í hinum 8. var mikið af steinbítsbeinum, eftir því
sem eg get komist næst heilar beinagrindur úr 5
hálfvöxnum fiskum. Sýnir þetta vel, að selirnir (og
hér er um látur- eða landsel að ræða) eru ekki við
eina fjölina feldir, hvað fiskmeti snertir.
Eins og fyr var frá sagt, var góður afli á Patreks-
firði meðan eg dvaldi þar, af þorski og ýsu á ým-
issi stærð úti í llóanum og gat eg fengið gögn til
aldurs ákvörðunar á þessum fiskum eftir vild. í
mögum þorsksins, sem yíirleilt var í smærra lagi,
1) Nefnast pau á Sandinum og Vesturfjörðunum »skurfur«.