Andvari - 01.01.1917, Page 87
Andvari.]
79
1915 og 1916.
stútungur og þyrsklingur, var ýmist sandsili eða
kampalampi (Pandalus annulicornisj; eg fann í ein-
um 90 kampalampa. Margir voru tómir eða með
kúfisksbeitu aðeins. Ault þess veiddist töluvert af skar-
kola, smálúðu1) og steinbít. Við Vatneyri dró eg fyrir
með álavörpu og fekk í hana margt af ufsaseiðum
á 1. ári, og smáum skarkola og sandkola, en fátt af
þorskseiðum á 2. ári (veturgömlum) og ekkert á 1.
ári, Auk þess nokkuð af marhnút og trjónukrabba.
— Jafnframt þessu gerði eg ýmsar athuganir á kú-
skel, sem mikið er af í firðinum og var nú aðalbeit-
an, kannaði fjarðardjúpið o. fl.2).
Áður en eg skil við Patreksfjörð, vil eg benda á
það, að fjörður þessi liggur flestum fjörðum hér bet-
ur við allskonar fiskiveiðum á rúmsjó. Hann er
fyrsta örugga höfnin við úthafið á öllu svæðinu frá
Berufirði eystra og liggur hér um bil mitt á milli
Selvogsbanka og Skagagrunnsins nyrðra, með hin
breiðu Vestfjarðagrunn beint út og til beggja hliða3).
Við eyrarnar, Vatneyri og Geirseyri er örugg skipa-
lega og hin fyrtalda er ein hin bezta fiskverkunar-
eyri hér á landi.
Frá Patreksfirði fór eg 18. ág. í stormi og rign-
ingu áleiðis heim með »Gullfossi«, en varð að fara
1) Smálúður undir stofnlúðu stærð eru á Vesturfjörðun-
um nefndar »lóur<(, en á Norðurfjörðunum »lok«.
2) Meðan eg dvaldi á Patreksfirði, gisti eg lijá gömlum
bekkjarbróður mínum, Olafi Jóhannessyni konsúl á Vatn-
eyri. Lét hann mér ókeypis í té alla þá aðstoð sem hann
gat, bæði menn og mótorhát og votta eg honum hér með
alúðarþakklæti fyrlr þann greiða.
3) Sjá kortið aftan við hók mina: Oversigt over Islands
Fiske. Khöfn. 1909.