Andvari - 01.01.1917, Side 88
80
Fiskirannsóknir
[Andvari.
krókinn iil ísafjarðar og dvaldi þar aftur 3 daga.
Fekk eg þá ýmislegt að vita um síldveiði þar, frá
því að eg var þar í fyrra skiftið. Var hún nú að
hætta sökum illviðra. Á þessari ferð kom eg við á
flestum fjörðunum vestra, í Flatey og Stykkishólmi,
gerði nokkurar hitamælingar á viðkomustöðunum og
fekk ýmislegt að vita viðvíkjandi fiskiveiðunum, t. d.
var mér sagt á Þingeyri, að þar hefði veiðst í firð-
inum um vorið þorskur, sem vóg 57 pd. ílattur og
var þó magur. Hann mundi þá sennilega hafa vegið
80—90 pd. óslægður, og í góðum »holdum« ef til
vill 100 pd. Lengd hans var því miður ekki mæld.
Kom eg heim 26. ágúst.
I sumar er leið hélt eg áfram að safna gögnum til
aldursákvarðana heima og víðar. Fór eg ferð tii
Ólafsvíkur 13. júlí. Var eg svo óheppinn að hið mikla
blíðviðri, sem hafði staðið svo lengi, var á enda
nóttina sem eg var á leiðinni þangað og var illviðri
flesta dagana, sem eg dvaldi þar, og þessvegna lítið
farið á sjó og alls ekki á djúpmið (í Kolluál). Suma
dagana aflaðist þó nokkuð á grunni (20—25 fðm.).
á færi og lóð af þorski, stútungi og miðlungsýsu.
Flest af þorskinum var magurt og ætislaust (legu-
fiskur frá vorinu?), en síðustu dagana, sem róið var,
fór að sjást sandsíli í fiskinum og óð það uppi öðru
hvoru og gekk í því hnísa, hrefna, þorskur og fugl.
Ýsan var feit, með vanalega botnfæðu í maga. —
Daginn sem eg kom, hafði mótorbátur komið úr
Ivolluál og lagt þar lóð á 70—80 fðm. Var aflinn
æði ólíkur grunnmiða-aflanum, eins og djúpmiða-aíli
er við S- og SV-ströndina. Það var þorskur og stút-
ungur, ýsa stór og miðlungs, karfi, langa og skata
af miðlungsstærð, margar blálöngur (mjónar) stórar,