Andvari - 01.01.1917, Qupperneq 89
ÁudvariJ
1915 og 1916.
81
miðlungskeila, smákeila og smálúða. Sumir þorsk-
arnir voru reglulegir netafiskar. í mörgum þeirra
fiska, sem ekki höfðu umhverfðan maga, var mest
trjónukrabbi, margt af slöngustjörnum og kuðunga-
krabbar.
Eg hafði ekki komið í Ólafsvík síðan sumarið
1897; höfðu því eðlilega orðið ýmsar breytingar á
um fiskiveiðar og llestar til batnaðar. Menn eru t. d.
fyrir löngu farnir að beita sandsili, sem er »pokað«
o: veitt í háf, úti á sjó og var mér sagt, að það hefði
fyrstur gert Benedikt Gröndal skáld, senr lengi var í
Ólafsvík. Það er góð framför. Einnig liafa menn reynt
að afla kúfisks, en ekki fengið mikið, er haldið að
mest sé af lronum inni við Máfahlíðarrif og undir
Búlandshöfða. Annars beita rnenn mest kræklingi,
senr er sóttur inn í Kolgrafafjörð og jafnvel inn í
Purkey, en það verður æ erfiðara að fá hann; eins
er lítið um hrognkelsaræksni, senr hafa þó verið
brúkuð áður. Þá vantar greiðari aðgang að síldar-
beitu. Þorskanet hafði Einar Markússon reynt þar
áður með dálitlunr árangri, en þær tilraunir dóu út
aftur, því miður.
Mestu framfarirnar í Ólafsvík eru þó mótorbátarn-
ir, sem nú eru komnir þar 5—6, en sá er galli á,
að þar er afleit lega fyrir þá, nema um hásumarið,
þegar minst er við þá að gera. Víkin er mjög opin
fyrir norðan og austanátt, og svo aðgrunt, að það
er afarmiklum koslnaði bundið að setja þar bryggj-
ur til þess að leggja uppsldpunarskipum að, hvað
þá stærri skipum. Menn eru því að hugsa um að
fá skjólgarð utan til við þorpið, frá odda, er nefnist
»Snoppa«, og þyrfti þá lrelzt að dýpka um leið. En
liklega á það því miður langt í land, að það komist
Andvarl XLII. 6