Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 92
84
Fiskirannsóknir
[Andvari.
að geta séð aldurinn fullgreinilega; það hefir reynsl-
an sýnt mér, og er það töluverður ómakssparnaður.
Eg hefi áður skýrt frá því, hvar eg var á ýmsum
tímum til þess að safna gögnum lil aldursákvarðana
og skal eg nú skýra frá athugunum mínum í sömu
röð, o: byrja nyrzt (á fiskinum úr Isafjarðardjúpi)
og enda syðst. Aðalútkomuna set eg fram í töflu-
formi, til gleggra yfirlits, eins og í síðustu skýrslu,
og læt þar með fylgja stuttar upplýsingar um kyn
fiskanna, fæðu, lioldafar o. s. frv., í viðbót við það,
sem sagt var í byrjun um aflabrögðin þar sem fisk-
urinn var veiddur.
1. 135 fiskar (þyrsklingur eða stútungux-) veiddur
á lóð eða færi í Skutulsfirði og Djúpinu úti fyrir
firðinum á 4—20 fðm dj^pi, 26.—28. júlí, 1915. Mest
af þessu var tvæ—þrevetur þyrsklingur, veiddur á
—11 fðm, flestur frernur feitur, með tóman maga,
eða ýmiskonar botnfæðu, einkum kampalampa (Pan-
dalus annulicornis/, marlló eða ögn (Mysis mixtaj.
Yfirlitið er þannig:
Aldur Tala Lengd Meðal- lengd Pyngtl Meðal- Þyngd')
cm. cm. s?r. . Sr.
5 vetra 2 50—58 54,0 1300—2000 1050
4 — 10 32-58 46,5 230-1800 1140
3 — 32 27—47 34,2 130—1300 510
2 90 23-39 28,1 90— 320 200
Af þessum fiskum voru 68 liængar, 66 hrygnur,
allir ókynþroskaðir (1 óviss). Nokkur þrevetur og
fjögurra vetra afstyrmi (130—230 cm löng) höfðu
margar »illur« (Lernæa branchialis) í tálknunum. —
1) Er eins og í síðustu skýrslu látin lilaupa á tugum.