Andvari - 01.01.1917, Síða 97
Andvari.]
1915 og 1916.
89
þau eru við norðurströndina, þá ætla eg að gera hér
nokkurn samanburð á þessum íiski og norðurstrand-
arfiskinum, sem eg rannsakaði 1913 (sbr. skýrslu mína
1913, Andvari XL, bls. 68). Yfirlitið á bls. 88 sýnir,
hve margir fiskar og hve gamlir eru af sömu lengd,
og má þvi sjá, að líkt háttar til í bæði skiftin um
stærð fiskanna og aldur. Þegar um marga fiska er
að ræða á sömu lengd, þá heyra þeir tíðast 2—3
árgöngum til, en þó allajafnan þeim, sem næstir
standa í röðinni; það er aðallega í yngsta árgangin-
um, að margir fiskar sömu stærðar eru jafngamlir.
t’etta yfirlit sýnir einnig stærðartakmörk hvers ald-
ursflokks (árgangs) og eftirfarandi yfirlit sýnir bæði
það, og svo tölu fiskanna í hverjum flokki, og sé
Alílur vetur Tala Lengd i cm. Aldur vetur Tala Lengd i cni.
16 i 120 5 55 50—79
9 2 97- 99 4 152 32—75
8 20 71—100 3 114 27—59
7 6 71— 95 2 157 23—39
6 27 53— 87 T 39 11—22
það borið saman við yfirlitin í síðustu skýrslu, þá
kemur nokkur munur i ljós. Er hann einkum fóig-
inn í því, að flestir árgangarnir (sem svo margt er
annars af, að nokkur samanburður er gerandi) sýna
meiri stærðarmun á fiskum, en átti sér stað um
Norðurlandsfiskinn. Ber mest á þessu í 2., 3., 4., 5.,
6. og 8. árgangi og munurinn fer alt af i þá átt, að
sumir fiskar í Vestfjarðafiskinum ná tiltöluíega meiri
stærð, en í Norðurlandsfiskinum, o: sumt af honum
er tiltölulega stærra1). Hve rniklu þetta munar í með-
1) Patreksfjarðarfiskurinn er veiddur 2—3 vikum 'Seinna