Andvari - 01.01.1917, Side 98
90
Fiskirannsóknir
[Andvari.
alstærð, vil eg ekki segja neitt um að svo stöddu. Til
þess er helzt til lítið af rannsökuðum fiski, einkum
frá Norðurlandi.
Fiskur sá sem eg hefi rannsakað á Vestfjörðum,
er tekinn holt og bolt úr aíla, sem fenginn er á ýmsu
dýpi og slundum allur aflinn. Gefur hann yíirleitt
góða hugmynd um hverskonar fiskur það er sem
veiðist á þessu umgetna svæði. Yfirlitin hér að fram-
an og upplýsingar þær er þeim fylgja sýna, að svo
að segja allur fiskurinn, sem veiðist á grunni, 2—20
fðm, er yngsti fiskurinn, veturgamall til fjögurra vetra,
á 20—50 fðm. dýpi er rnegnið af honum þriggja lil
sex vetra og þó noklcuð af tvævetrum íiski, en fátt
um eldri fislc en sex vetra. Á 50—60 fðm. fer að
bera meira á þesskonar fiski, og mundi verða enn
meira, þegar dj'pra kæmi (sbr. síðar).
Af kynsþroskuðum fiski var mjög fátl; aðeins hæng-
ar, sem voru um 70 cm eða meira og hrygnur yfir
80 cm höfðu gotið áður, eða yfirleitt fiskur, sem að
minsta kosti er 5—6 velra. En eg geri ráð fyrir, að
margt af þeim fiski, sem var 65—75 cm. langur,
mundi hafa golið á næsta vori, þegar hann liefði
náð hinni umræddu stærð. Af þessu sézt, að megnið
at þeim fiski, sein veiðist á umgetnu dýpi við Vest-
firði á sumrin, er óþroskaður fiskur.
Það vill svo vel til, að eg hefi í höndum mælingar
á fiski, sem aflaðist á færeyskan kúttara 4.—11. júní
1904, á ýmsu dýpi úti fyrir ísafjarðardjúpi, og ætla
eg að sýna hér, lil samanburðar, fisk, sem fekst á
60 fðm. (A) og á 120 fðm. (B). Mælingarnar gerði
einn af háselunum á hafrannsóknaskipinu »Thor«.
en ísfjaröarfiskurinn og gæti það valdið nokkuru um stærð-
arauka.