Andvari - 01.01.1917, Page 100
92
Fiskirannsóknir
[Andvari-
13.—30. júlí 1908 veiddi eg í ísafjarðardjúpsfjörð-
um urmul af þorskseiðum, á 0—30 fðm. dj'pi. Þau
skiftust eftir stærð í 3 flokka; smæstu seiðin voru
voru 4—6 cm. og öll á 1. ári (gotin um vorið sama
ár); miklu fleiri voru 10—20 cm. á svipaðri stærð
og seiðin, sem eg veiddi i Patreksfirði og hafa ef-
laust öll verið veturgömul, eins og þau. Af seiðum
á þessari stærð sá eg nú ekkert við bryggjur á ísafirði.
Loks voru nokkur seiði 20—25 cm. Þau hafa lík-
lega flest verið tvævetur, nokkur ef til vill þrevetur.
Þegar þessu er bælt við það, sem eg hefi skýrt
frá hér að framan um stærð og aldur þorsksins við
Vestfirði, þá álít eg að nú þegar séu fengnar svo
miklar upplýsingar urn stærð og aldur þorsksins við
Vestfirði, að gera megi sér dágóða hugmynd um ald-
ur hans og vöxt á þessu svæði.
t*ví næst skal þorskurinn frá sunnanverðri vestur-
strönd landsins (Breiðafirði og Faxaflóa) tekinn til
athugunar.
8. 173 fiskar (þorskur, stútungur og þyrsklingur)
Aldur Tala Lengd cm. Mcðal- lengd cm. Pyngd er. Meðnl- þyngd gr.
15 vetra 1 115 7500
14 — 2 99—113 106,0 7000—11500 8250
13 — 1 113 9700
12 — 1 103 7800
11 — 1 103 8500
10 - 2 93—100 96,5 6200— 8000 7100
8 — 8 90— 93 91,5 6300— 7000 6650
7 — 1 80 4700
6 — 4 64— 83 73,0 2400— 5100 36C0
5 — 33 55— 73 65,3 1400— 4100 2730
4 — 39 46— 72 57,8 1000— 3500 1860
3 — 72 36- 55 45,6 400— 1700 940
2 — 12 29— 36 31,2 200— 500 350