Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 101
[Audvari.
1915 og 1916.
93
-veiddur á færi og lóð úti fyrir Ólafsvík á 20—25
fðm., 18.—19. júlí 1916. Flest af fiskinum var með
tóman maga, sandsíli í sumum; smáfiskurinn rniði-
ungs íiskur, en ílest af þorskinum lioraður leguíiskur.
Af þessum fiskum var 91 liængur, en 44 hrygnur.
Aðeins stærsti fiskurinn, 6 vetra eða eldri, var kyns-
þroskaður.
Um rannsóknir mínar á þorski í Faxallóa er þess
að geta, að eg liefi aldrei tekið marga fiska í einu til
athugunar, heldur hefi eg tekið fáeina á ýmsum tím-
um sumarsins um nokkur ár. Þess vegna eru þeir
ekki hentugir til samanburðar við fisk frá öðrum
svæðum, þar sem svo fáir eru frá sama tíma og eg
heíi tekið fiskinn á annarsstaðar, þó má sjá töluvert
á smæsta fiskinum. Aftur á móti hefi eg getað betur
séð, hvað vextinum hefir liðið á ýmsum tímum sum-
arsins. Eg ætlaði einmitt í sumar sem leið að rann-
saka margt af fiski í einu snemma í ágúst, en fekk
ekkert sökum ótíðar, eins og áður er skýrt frá.
Yfirlit yfir þenna fisk set eg hér fram í einu lagi,
en í dálítið öðru formi, en hin hér að framan, rúms-
ins vegna.
9. 122 fiskar (þorskur, stútungur og þyrsklingur),
veiddur á færi, lóð og í botnvörpu, í Faxaílóa á
20—25 fðm., árin 1911—16. Flest af þessum fiski er
veitt á »Sviðinu«, á 20—25 fðm. og hefir verið feit-
ur fiskur með sandsíli í mgga eða tómur. Lítið eitt
er veitt í Skerjafirði á 5—10 tðm. (þaraþyrsklingur)
og hefir þá haft botnfæðu, ýmiskonar krabbadýr,
helzt kampalampa í maga.