Andvari - 01.01.1917, Side 105
Andvari.]
1915 og 1916.
97
sýnt fyrir löngu). Fiskur,
í október, heíir vaxið
nærri 20 cm. á hverju
vaxtarskeiði að meðal-
tali.
1. mynd. Kvarnir úr þorski;
a. heil kvörn, slélta liliöin; b.
þverskurður af kvörn meö 5 vetr-
arlínum; c. liálf kvörn, meö ár-
Jiringa á þverskurðar-fleti.
sem er 70 cm. og þrevetur
b. Aldursrannsóknir á ýsu.
Einn vor verðmætasti fiskur, að þorski og síld
undanleknum, er ýsan (Gadus œglefinusj. Hún er »vort
daglegt brauð« má nærri segja, þegar um fiskmeti er
að ræða. Það er því eðlilegt, að vexti liennar og öðr-
um lífsháttum sé gefinn gaumur fremur en flestra
annara, enda kemur hún hér sem þriðji fiskurinn í
röðinni af sjáfarfiskunum. Eg hefi safnað gögnum til
aldurs- og vaxtarrannsókna á hennni jafnhliða hinum
fiskunum, enda þótt eg hafi eigi birt neitt um út-
komuna fyr en nú.
Til aldursákvörðunar á ýsu má nota hreistrið, eyr-
uggarótar-beinin, kvarnirnar o. 11. Hentugast er hreistr-
ið, bæði vegna þess, að það má taka, án þess að
■særa fiskinn eða slægja, og þarf engan undirbúning
annan til skoðunar, en leggjast hreint, nýtt eða uppbleytt
milli tveggja þunnra glerja fyrir smásjána (líkt og
síldarhreistrið) og skoða það svo í hæfilega litilli
birtu, með 10—20-faldri stækkun, og jafnvel má á
ungu hreistri lesa aldurinn með 2—3-faldri stækkun.
Hreistrið lítur líkt út og á þorski og ufsa og töluvert
svipað og á laxi eða silungi: egglagað eða sporbaug-
Andvari XLII. 7