Andvari - 01.01.1917, Page 106
98
Fiskirannsóknir
Andvari]*
2. mynd. a lireisturblað af íjögurra vetra ýsu;
5. sumarbelti byrjað að myndast. b, Eyruggarót-
ar-bein úr jafngamalli ýsu.
ótt, með breiðum sumarbeltum og mjóum vetrar-
rákum. 4—5 fyrstu sumarbeltin eru jafnan mjög breið.
en svo fara þau
að mjókka(vöxt-
urinn að réna),
en þó má vana-
lega lesa aldur-
inn greinilega til
9—10 vetra, en
úr því eru bellin
svo mjó, að erfitt
getur verið að
lesa rétt, og gelur
það þá skakk-
að einu ári til
eða frá. En haíi maður eijruggarólarbein fcoraco-
ideumj til samanburðar, má lesa rétt. I3essi bein
sýna aldurinn alveg á sama hátt og í þorski og hefi
eg alt af haft þau með, þegar eg hefi getað tekið
þau (t. d. úr fiski sem eg hefi haft til matar). Á
kvörnunum hefi eg sjaldan þurft að halda. Þær má
slípa alveg eins og þorskkvarnir, og sjá aldurinn í
sárinu. Loks má jafnvel sjá aldurinn í hinum digru-
eyruggabeinum (klumbunum), þegar þær eru skorn-
ar í sundur og í hryggjarliðunum.
Sumarið 1908 safnaði Dr. Schmidt hreistri af ýsu
á Austfjörðum; en aldursákvarðanirnar, sem gerðar
voru á því hafa eigi verið birtar enn. Annars hafa
engar rannsóknir í þessa átt verið gerðar hér fyrri
en þetta.
Á ferðum mínum til Norðurlandsins 1913 fékk eg
ekkert af ýsu til rannsókna, því að liún aflaðist þar
ekki þá. Fiskur sá sem eg heíi hingað til rannsakað