Andvari - 01.01.1917, Page 109
Andvari].
1915 og 1916.
101
Aldur vetur Tala Lengd cm. Meöal- lengd cm. Pyngd gr. Meöal- þyngd gr.
5 1 65 2800
4 31 41—59 46,4 800-1900 1450
3 60 37-45 41,3 600-1100 830
Af þessum fiskum voru 27 hængar, en 65 hrygn-
ur; allir voru þeir ókynsþroskaðir.
Um rannsóknir mínar á ýsu úr Faxaílóa og Mið-
nessjó er hið sama að segja og um rannsóknirnar á
þorski af þeim svæðum, að eg hefi fengið hana á
ýmsum tímum ársins, en sjaldan margar í einu.
Með því móti hefi eg getað séð hvað vextinum hefir
liðið á ýmsum tímum ársins og hvaða stærð fiskar
á ýmsum aldri hafa náð í lok hvers vaxtarskeiðs,
eins og áður var tekið fram um þorskinn, en sjald-
an getað reiknað út meðalstærðir árganganna með
nokkurri verulegri nákvæmni. Eg set hér yfirlit jrfir
þenna fisk í sama formi og áður var gert viðvíkj-
andi þorskinum.
5. 196 fiskar (stór,- miðlungs- og smáýsa) veiddir
á lóð eða í botnvörpu í Faxaflóa (flestir á »Sviðinu«
eða í Garðsjó) á 20—25 fðm., á tímabilinu frá 14. ág.
1911 til 13. nóv. 1916. Flest af þessum fiski liefir
verið vel feitt, með vanalega ýsufæðu, sandsili eða
ýmis botndýr, einkum skeldýr, burstaorma og slöngu-
stjörnur í maga.