Andvari - 01.01.1917, Page 117
Andvari.]
1915 og 1916.
109
svörtu undir; þá eru vetrarrákirnar dökkvar og lang-
glegstar, en sumarbeltin ljós. Tíðast er önnur kvörn-
in gleggri. Til þess að geta greint vetrarlínurnar
nógu vel, þarf að brúka stækkunargler, sem stækkar
tvisvar eða þrisvar sinnum. Meiri stækkun er óþörf.
Aukalínur eru stundum í yngri árhringunum og geta
truflað réttan lestur, en vanalega er auðvelt að lesa
rétt úr, ekki síður á eldri kvörnum en yngri.
Hingað til hefir lítið verið gert að því að rann-
saka aldur á skarkola hér við land. Sumarið 1908 safn-
aði Dr. Schmidt allmiklum gögnum til þess, en ekkert
heíir enn verið birt um það. Sama sumar safnaði
Knud Jessen á »Beskytteren« kvörnum úr allmiklu af
skarkola á nokkurum fjörðum á vesturströnd lands-
ins og er árangurinn af þeim rannsóknum birtur í
Fiskeriberetningen 1908, eins og síðar mun skýrt frá.
Eg liefi rannsakað aldur á skarkola, sem eg fékk
kvarnir úr á Vestfjörðum sumarið 1915 og á skar-
kola úr Faxaflóa, sem eg hefi liaft til rannsókna á
árunum 1911—1916. Skýri eg nú frá árangrinum af
þessum rannsóknum í yfirlitum, en skal strax taka
það fram, að þær ná ekki nema til fremur fárra
fiska og mega því ekki skoðast nema byrjun.
1. 84 fiskar af miðlungsstærð, veiddir í lagnet í
Aldur vetur Tala Lengd Meðal- lengd Pyngd Meðal- þyngd
cm. cm. gr. gr.
8 1 37 525
7 1 50 1150
6 4 33-45 36,5 430-1000 580
5 29 29—39 34,4 250- 750 500
4 43 27—37 34,3 200— 600 410
8 5 27—35 30,6 200— 480 330