Andvari - 01.01.1917, Page 129
Andvari.]
1915 og 1910.
121
góðu samræmi við ákvarðanir prófessorsins, þá mega
þær teljast mjög áreiðanlegar.
Kynin skifta sér samkvæmt því, sem sýnishornin
úr ýmsum ám segja til, eftir því hve lengi fiskurinn
hefir lengi dvalið í sjó, þannig1):
Nafn árinnar Tala rannsak- aöra íiska Af þeim liöfðu svo margir sem hér segir lifað eftir fyrstu niðurgöngu:
1 vetur 2 vetur 3 vetur 4 vetur
Ilng Hryg Hng Hryg Hng Hryg Hng Hryg
Norðurá ... ín 45 39 4 23 2 1 )) ))
Laxá 117 22 3 20 51 14 7 )) ))
Ölfusá 96 )) )) 16 79 )) 1 )) ))
Grímsá 20 8 1 4 7 )) )) )) ))
Hvitá 524 62 7 67 370 2 12 )) 4
Það sést á þessu, að þeir fiskar, sem ganga aftur
í árnar eftir eins vetrar dvöl í sjó, eru yfirleitt hæng-
ar; hinn eiginlegi smálax er þá yfirleitt svilfiskur,
o: hængar; alt að því 80—90% af fiskunum í þess-
um aldursflokki eru hængar. Þeir fiskar, sem hafa
dvalið tvo vetur í sjó eftir fyrstu niðurgöngu eru
flestir hrygnur. Þær eru yfir 80°/o aí fiskunum í þeitn
flolcki. í eldri árgöngunum eru hrygnurnar líka yfir-
gnæfandi að tölu. Það virðist því svo sem hinn bráði
kynsþroski hænganna geri þá skammlífari og að
hrygnurnar séu langlífari.
Þegar yfirlitin eru athuguð, sést það einnig, að
þeir fiskar sem. hafa gotmerki eru því íleiri, sem
þeir eru eldri. Þetta sést mjög skýrt á yfirlitinu yfir
fiskinn úr Hvítá 1914, þar sem hinir 38 fiskar þaðan
með gotmerki skiftast þannig eftir kyni.
1) sbr. og yfirlitiö á bls. 9 í skýrslu 1911—12.