Andvari - 01.01.1917, Page 134
126
Fiskirannsöknir
[Andvari-
2. 67 bleikjur (Salmo alpinusj, veiddar í net sam-
tímis urriðanum:
Aldur vetur Tala Lengd Meðal- lengd Pyngd Meðal- þyngd
10 3 13—49 46,0 850—1300 1010
9 20 38-45 41,1 625— 875 785
8 35 35—47 39,8 550—1150 750
7 9 34—39 36,1 450- 800 550
27 fiskar voru hængar, 38 hrygnur (óvíst um 2).
Hér er eins háttað og um urriðann, að yngsta fisk-
inn vantar (af sömu ástæðum) og stærsta fiskinn,
sem getur orðið alt að 5 kg., líka. Þetta er þá miðl-
ungsbleikjan.
3. Murta, veidd í net 19.—20. okt. 1914.
Aldur vetur Tala Lengd Meðal- lengd i'yiigd Meðal- þyngd
5 18 20—26 22,1 76-200 90
4 64 18—22 20,0 32—105 75
3 19 17—21 18,7 53— 83 70
67 fiskar voru hængar, 34 hrygnur. Eins og eg
hefi skýrt frá áður, er murtan smáfiskur, sem geng-
ur á rið á haustin og hrygnir í mergð og er þá svo
mikið veitt af henni, að hún er að tölu til margfalt
fleiri en stærri silungurinn. Eg hafði búist við því,
að hún væri fullvaxinn fiskur (bleikju-afbrigði), sem
ekki yrði stærra en þetta, en gæti þó orðið gamall.
Dró eg þá ályktun, bæði af skoðun manna og svo
af því, sem merkingar, er eg Iét gera á 500 fiskum,