Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 135
Andvari.]
1915 og 1916.
127
leiddu í Ijós (sjá skýrslu 1902). En nú sýnir aldurs-
ákvörðunin, að þetta er all ungur fiskur og mætti þá
búast við því, að hann gæti orðið stærri með aldr-
inum og orðið að reglulegri bleikju. Dr. Dahl vill
því að svo stöddu ekki álíta murtnna annað en unga
bleikju og bendir ennfremur á, að vöxtur hennar sé
svipaður og vöxtur bleikju á sama aldri og sýnir
það með eftirfylgjandi samanburði, þar sem sýnd er
útreiknuð meðalstærð hvers aldursflokks í lok hvers
aldursárs:
cs
Aldur Urriðí Bleilcja Bleikja Aldur Urriði Bleikja Bleikja
vetur 1014 1014 1013 53 vetur 1014 1914 1913 Í3
í 4,6 4,4 4,2 4.3 8 38,2 36,7 37,4
2 9,3 9,2 8,2 8,2 9 44,6 40,0 39,5
3 14,2 14,2 12,4 12,7 10 50,6 45,0
4 19,2 19,2 17,2 16,7 11 55,1
5 23,8 23,8 22,5 19,7 12 63,3
6 28,5 28,4 27,6 13 71,7
7 33,4 33,1 33,0
fað leynir sér ekki, að vöxturinn er mjög svipað-
ur, einkum bleikjunnar 1913, en þó fer murtan að
dragast [aftur úr, úr því að liún er orðin þrevetur.
En annars er ekki golt að gera öruggan samanburð
þar sem svo fátt er af 3. og 5. árgangi og meiri
lilutinn hængar, og það tekur Dahl líka fram. Eg
skoða því málið óútkljáð, en vona að geta fengið
meira af fiski til rannsókna, og þær vill Dahl gjarn-
an gjöra. Þá ætti að koma betur í ljós, hvort murtan
er afbrigði, sem ekki nær meiri aldri en þetta, eins
og eg hygg að geti verið, eða vaxi betur og verði að
bleikju, eins og Dr. Dahl telur líklegast.
Um vöxt hins silungsins er það að segja, að hann