Andvari - 01.01.1917, Síða 137
Andvari.]
1915 og 1916.
129
um fjörðum vestra öllu því helzta, er þeir vissu um
iífshætti kúfisksins, rannsakaði sjálfur þann kúfisk
er eg náði í og safnaði miklu af honum bæði vestra
og gömlum skeljum, er komu upp við gröftinn í
Reykjavíkurhöfn í þeim tilgangi að gera mætti ef til
vill aldursákvarðanir á lionum, eins og þegar er farið
að gera á k.ræklingi í úllöndum. Þesskonar ákvarðanir
gætu orðið mikilsverðar, ef með þeim fengist full
vissa um aldur þessa nytsama skeldju's. Margir vestra
hugðu að kúskelin gæfi af sér einn eða fáa stóra
unga, er þeir þóttust liafa séð í henni. Eg var svo
heppinn, að geta fengið fulla vissu fyrir því hvað
þetta er; eg leitaði í nokkurum skeljum að viðstödd-
um einum af þeim mönnum, er höfðu frætt mig á
þessu, og fann í flestum þeirra, eins og annars þar
sem eg leitaði, ekki unga kúskeljarinnar, heldur flat-
orm einn (Malacobdella grossaj, sem lifir að jafnaði í
tálknaliolum kúskeljarinnar, bæði hér og annarsstað-
ar. Kúskelin á, eins og önnur skeldýr í sjó, urmul
af örsmáum lirfum, sem berast út um sjó, áður en
þær komast í boln. Frekari skýrslu ætla eg ekki að
gefa um þetta að sinni.
Reykjavík, í apríl 1917.
s)
Andvari XLII.