Andvari - 01.01.1917, Page 138
lAndvarú
Fjárhagsstjórn íslands 1875—1915.
Eptir
Kl. Jónsson.
Það er eitt af því marga, sem vjer eigum Jóni
Sigurðssyni að þakka, að hann reyndi fyrstur manna
til þess að koma Dönum í skilning um fjárhagssam-
bandið milli íslands og Danmerkur, og sýna þeim
fram á, hverjar tekjur væri af íslandi í raun og veru.
Á einveldistímunum var ekki hirt um það, að gjöra
sjer glögga grein fyrir tekjum eða útgjöldum ríkisinsr.
konungarnir þóttust ekki þurfa að vera að fræða
þegna sína um það. Það var heldur ekki auðhlaupið
að því, því engar áætlanir voru samdar fyrirfram,
hvorki um tekjur nje gjöldin, og enginn greinarmun-
ur gerður á tekjum ríkisins og tekjum konungs. Þeir,
konungarnir, töldu allar tekjurnar sínar tekjur, og
viidu ráða yfir þeim eptir sínum eigin geðþótta, og
auk þess hafa heimild til að leggja á aukaskatta,
þegar þeim þóknaðist, en venjulega notuðu þeir þó
einhverja sjerstaka ástæðu til þessa, svo sem styrj-
öld, giptingu prinsessu o. s. frv.
Það var því langt liðíð á ríkisstjórnarár Friðriks
konungs hins sjötta, þegar farið var loks að birta