Andvari - 01.01.1917, Qupperneq 140
132
Fjárhagsstjórn íslands
[Andvari.
Tekjuliðirnir sumir íslenzku voru blandaðir saman
við danska tekjuliði, og greiddi það ekki fyrir, því
ervitt var að sjá, hvað átti við Danmörk, og hvað
við ísland. Hjer er ekki þörf að fara nánar út í
þetta mál, en þetta er tekið lijer fram til að sjrna ó-
kunnugleik Dana á fjármálum vorum, eða hirðuleysi
þeirra í því, að kynna sjer þau, og liggur þó í aug-
um uppi, að nákvæm og grunduð þekking á því var
nauðsynleg hverri þeirri rikisstjórn, sem vildi hafa
samvizkusama stjórn á landinu.
En úr þvi þekking þeirra á þessum efnum var
svona lítil, og það játuðu þeir sjáifir, þá skyldu menn
hafa ætlað, að þeir liefðu flýtt sjer að afsala íslend-
ingum sjálfum, um leið og þen fengu alþingi aptur,
fjárstjórnina með riflegu bráðabirgðatillagi úr ríkis-
sjóði fyrir langvarandi og ramma einokun í meir en
tvær aldir, þangað til búið væri, að komast að fastri
niðurstöðu í þessu máli. En það er alkunnugt, að
ekkert var Dönum fjarri skapi en einmilt þetta, þeir
lengdu fjárhagsmálið við sambandsmálið milli land-
anna, og heimtuðu þau útkljáð í einu, enda þólt
ekkert nauðsynlegt samband væri inilli sambands-
málsins og fjárveitingarvalds alþingis. Það fór þó svo,
að þessi mál voru útkljáð í einu.
1849 fengu Danir frjálsa stjórnarskipun og úr því
fór land þeirra að taka stórframförum, þrátt fy.ir
styrjöld, sem það lenti fljótlega í. Þótt grundvallar-
lögin dönsku væru ekki gildandi fyrir ísland, hafði
ríkisþingið danska þó á hendi fjárstjórn íslands. Það
mundi nú þykja liklegt, að þeir menn sem stjórn
höfðu 1 Danmörku, inundu vilja láta ísland verða að-
njótandi einhvers lítils hluta af þeirri blessun og
þeim miklu framförum, sem Danmörk fjekk á þeim