Andvari - 01.01.1917, Side 142
134
Fjárhagsstjórn íslands
[Andvari.
æskja þess, að fjárhagsmálið yrði samferða sam-
bands eða stjórnarskrármálinu.
Jeg hef lesið yfir allar umræður á ríkisþingi Dana
Um liðinn »ísland« á fjárlögunum dönsku, og stór-
furðað mig á þeim nápínuskap og smámunasemi,
sem þar kemur fram, þegar ræða er uin útgjöld til
íslands, og er þó ekki um neinar stórvægilegar fjár-
veitingar að ræða. Ef beðið er um 100—200 rdl. lil að
tjarga einhverja landssjóðskirkjuna eða leggja þak á
hana, þá er verið að reyna að klípa af þessu, og alt
er veitt með semingi og eptirlölum. Nei ekki alt, á
eiuu sviði eru Danir talsvert örlátir, og það er til
embættismanna. Þeir voru örlátir hæði á eptirlaun til
merkra embættismanna, svo sem Árna Helgasonar
og Björns Gunnlaugssonar, og eigi óbágir á að veita
embættismönnum launaviðbót, eða dýrtíðar-uppbót,
enda voru þeir þá síbiðjandi, og höfðu þó tiltölulega
miklu ríflegri laun en embættisinenn höfðu nú fyrir
styrjöldina.
Heyrt hef jeg það baft eplir einum helsla stjórn-
málamanni Dana, að það væri ábyrgðarhluti fyrir
þá að selja Islendingum í hendur fjárforræðið, því
þeir mundu eigi kunna fótum sínum forráð, heldur
'sólunda peningunum út; þeim mundi farast eins og
óvila barni, sem eignaðist peninga, að þeir mundu
verja þeim, einkum tillaginu frá Danmörku til ein-
hvers óþarfa, og svo’mundi landið, þegar í óefni væri
komið, lenda á Danmörku sem sinni framfærslusveit.
Jeg vil nú athuga hvernig alþingi liafi farist úr hendi
fjárhagsstjórnin nú um 40 ára skeið eða síðan
1875.
Að jeg segi alþingi, en ekki stjórnin, sem undirbýr
jafnan fjárlagafrumvarpið, stafar af því, að þingið