Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 147
Andvari.l 1875-1915. 139
til alþingis, umboðsstjórnar og dómgæzlu 24,7°/o
- læknastjettarinnar 10,3°/o
til kirkju og kenslumála 19,l°/o
- eptirlauna 7,4°/o
eða alls til embætlisstjeltarinnar 61,5°/o
til búnaðarframfara 4,6°/o
- fiskiveiða tæplega 0,6°/o
- samgöngumála (þar á meðal vita 20,000 kr.) 28,9°/o
- vísindalegra og verklegra fyrirtækja 3,4°/o
afgangur til óvissra útgjalda.
Ennþá gengur mest til embættisstjeltarinnar, sem
heldur er ekki að furða, því tekjurnar höfðu lítið
aukist á umliðnum árunr. Tekjuaukinn var aðallega
fólginn í kaffi- og sykurtollinum, og honum er að
mestu varið til samgöngubóta; nú er byijað á ak-
brautum, og vegurinn úr Reykjavik austur að Ölfusá
hefur verið lagður á þessu tímabili, biýr yfir Ölfusá
og Þjórsá hafa verið bygðar, og á þessu þingi 1895
er veitt fje utan fjárlaga lil brúar á Blöndu.
Með þessum fjárlögum er veitt fje til að bjfggja
vitana á Skagatá og Gróttu. Póstgöngur eru mjög
auknar. Mörgum kann að þykja framlagið til bún-
aðarframfara heldur lítið, sem það og líka er, en
ennþá lægra er þó tillagið til að efla sjávarútveginn,
aðeins 0,6°/o, en undir þennan lið má þó með rjettu
heimfæra stj'rimannaskólann, en til hans var á þess-
um fjárlögum varið 15,000 krónum.
Af þessu yfirliti má þó sjá það glögglega, að nú
er alþingi farið fyrir alvöru að snúa sjer að verk-
legum framförum landsins. Enn má geta þess að á
þessu þingi voru samþykt lög um leigu (eða kaup)
á einu skipi, og útgerð þess á kostnað landssjóðs.
Þótt sú úlgerð gengi ekki sem bezt af ýmsum or-