Andvari - 01.01.1917, Page 151
Andvari.]
1875—1915.
143
»Tekniskur« skóli er hafinn í Reykjavik og farið
að styrkja samskonar skóla í hinum kaupstöðunum.
og ennfremur reru efnilegir iðnaðarmenn styrktir til
náms erlendis. Þetta sem t. a. m. Danir hafa gjört um
langt skeið, og borið hefur góðan árangur, hefur þvi
miður ekki blessast eins vel lijer sem skyldi, einkum af
því, að margir þeirra iðnaðarmanna, sem styrks hafa
notið, hafa ekki snúið heim aptur, heldur hefur þótt
fýsilegra að setjast að erlendis. Þó má fullyrða, að
styrkurinn hafi komið mörgum að gagni.
Til eílingar sjávarútvegs, er ennþá varið undarlega
litlu, þótt fiskiveiðar sjeu orðnar sá atvinnuvegur,
sem langmest gefur i aðra hönd, og miklu meira í
landssjóð að öllu samanlögðu, en landbúnaðurinn.
Aðalupphæðin er 15,000 kr. til skipakvíar í Odd-
eyrarbót íil vetrarlegu fyrir þilskip, og þessi upp-
hæð var aldrei notuð, sökum þess, að það skilyrði
var sett, að þrefalt meiri upphæð yrði lögð til fyrir-
lækisins annarstaðar frá. Hefði um jafnmikilvægt
fyrirtæki verið að ræða viðvíkjandi landbúnaðinum,
rnundi ekki hafa komið til mála, að heimta svo hátt
tillag annarstaðar frá. Á þingi hefur landbúnaðurinn
altaf átt marga og öíluga formælendur, og má full-
yrða að ekkert málefni hefur eins mikinn og al-
mennan byr og landbúnaðarframfarir. Það virðist
því nokkuð kynlegt, að nú skuli vera stofnaður
bændallokkkur á þingi, því þingið hefur allajafna í
því efni verið einn bændafiokkur.
Að öðru leyti var þetta þing, 1905, langfrjósamasta
þingið, sem enn hefur háð verið, því ekki færri en
62 lög voru samþykt og staðfest á því, þar á meðal
nokkur, er snerta fjárhag landsins, svo sem ritsíma-
lögin, lög um stofnun byggingarsjóðs, lög um geð-