Andvari - 01.01.1917, Side 160
152
Fjárhagsstjórn íslands
[Andvari*.
megi ekki fara fram úr 12—13% af tekjum þjóðar-
innar, þó er þetta dálítið misjafnt, þannig er talið,
að t. a. m. Frakkar þoli hærri skattaálögur, og eigi
hægt með að bera þann skattaþunga, sem Rússum
t. a. m. væri alveg um megn.
En hve háir eru þá skattar vor íslendinga i sam-
anhurði við tekjurnar? Mjer vitanlega hefur enginn
reynt enn þá til að reikna það út enda er það ekki
auðgjört, eins og tekjuskattslögum vorum er háltað,.
þar sem fjöldi manna er alls ekki skattskyldur, og
enginn skyldur að gefa upp tekjur sínar, (ef tillögur
skattamálanefndarinnar frá 1907 hefðu verið teknar til
greina, hefði verið auðgefið að reikna út tekjurnar),
það hlýtur alt af að verða meira eða minna handa-
hófsverk. Jeg hef hugsað mikið um þetta, meðan rit-
gjörð þessi var í smiðum, og átttalumþað við ýmsa
fróða menn, og eptir nákvæma yfirvegun og ýmsa
útreikninga, hef jeg komist að þeirri niðurstöðu, að
tekjur íslendinga hafi árið 1916 eigi numið ininna
en 28 miljónum króna. Jeg fór svo til þess manns,
sem mest og bezt hefur skrifað um íslenzka hagfræði,
hr. skrifstofusljóra Indriða Einarssonar, og beiddi
hann að alliuga þetta alriði. Hann gjörði það, og
komst að þeirri niðurstöðu, að tekjurnar hefðu verið
um 36 miljónir króna (nákvæmlega kr. 35,927,000,00).
Þótt jeg nú hafi ekki neina ástæðu lil að vefengja
þennan útreikning1) hr. Indr. Ein., lieldur miklu
1) Þótt herra skrifstofustjórinn hafi gefið mjer heimild
til að nota útreikninga sína, þá vil jeg þó ekki gera það,
af því jeg vonast eptir, að hann sjálfur birti mjög íljótlega
rannsóknir sínar um þetta einkar áríðandi, en um leið
vandasama, mál.