Andvari - 01.01.1917, Page 163
Andvari.]
155
Um viöha.ld sjóöa.
Reynslan hefur sýnt að á undanförnum öldum hefur gildi pen-
inga (gulls og silfurs) yfirleitt minkað þ. e. menn þurfa að borga
meira af peningum en áður fyrir það sem menn kaupa, og þegar
Ufsnauðsynjar manna yfirleitt og að öllu samtöldu hækka í verði,
þá er það sama sem að peningarnir falli í verði. En venjulega
gæta menn ekki svo sem skyldi að þessu verðfalli peninganna,
af því að breytingin á verði þeirra fer jafnaðarlega hægt og fer
jafnvel stundum í öfuga átt um eitt eða fleiri ár. Einstakar vör-
ur geta einnig hækkað eða lækkað í verði án þess að gildipen-
inganna yfir höfuð breytist. Síðan veraldarófriðurinn hófst hefur
verð á flestum nauðsynjavörum hækkað svo mjög, að engum getur
dulist að peningar hafa mikið lækkað í verði. Hjer á landi hefur
verðfall peninganna verið sjerstaklega mikið á næstliðnum manns-
öldrum. Um 1780 var veið á einu hundraði á landsvísu 4 rd.
kúrant eða 12 kr. 80 a. og gamlir menn muna það, að jafn-
vel fyrir veraldarófriðinn var búpeningur kominn í tvöfalt hærra
verð en hann var í á æskuárum þeirra.
Af því sem nú hefur verið tekið fram er auðsætt, að þótt höf-
uðstóll sjóðs haldi sjer að krónutölunni til, þá fer hann reyndar
minkandi og það stórum þegar stundir líða. Hafi t. d. búnaðar-
fjelag átt fyrir mannsaldri síðan sjóð svo mikinn að vextirnir af
honum hafi verið nægir til að borga 12 dagsverk á ári við jarða-
bætur, þá hrökkva þeir hvergi nærri til þess nú, ef sjóðurinn er
að krónutali ekki meiri en áður og svo er með hvern annan sjóð.
Þetta Iiggur í því, að það er skakkt að skoða svo að vextir af
peningum sje hreinn ágóði af þeim. Nokkur liluti vaxlanna er
uppbót fgrir verðjall peninganna. Ef maður leigir öðrum hús
þá lítur hann svo á, að nokkur hluti húsaleigunnar sje borgun
fyrir fyrningu hússins og þar af leiðandi verðfall þess, en þannig
stendur á með hverja peningaupphæð; verðmæti hennar minkar
smámsaman með tímanum eins og verðmæti hússins; munurinn
er að eins sá að verðlækkunin er bersýnilegri og optast hraðari
hvað húsið snertir heldur en peningana.
Hver sjóður þarf því að aukast að krónutali eins mikið og
verðfalli peninganna nemur, ef hann á ekki að rírna ( raun og
veru; en það er vandi að segja, hversu mikið þarf að ætla fyrir
verðfalli peninganna, eða með öðrum orðurn hversu miklu þarf að
bæta við hvern liöfuðstól til þess að hann haldi til frambúðar sínu
upphaflega gildi, en ólíklegt er að verðfall peninga verði fram-
vegis eins mikið og það hefur verið hjer á landi á næstliðnum
mannsöldrum, því fram að 1854 var eðlilegu verðlagi haldið hjer
niðri við bönd þau, er lágu á verzluninni, og Iengi eptir það var
vöruskiptaverzlun hjer almenn og aðrar leyfar hinnar ófrjálsu
verzlunar, svo að það var fyrst undir aldamótin stðustu að menn
voru hjer á landi farnir fyllilega að fylgjast með verðlaginu á
veraldarmarkaðinum, en þar hefur verðfall peninga undanfarna
mannsaldra eigi verið svo mikið sem hjer á landi. Það er alment