Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 164
156
Um viðhald sjóða
[Andvari..
talið svo að í menningarlöndum Norðurálfunnar hafi peningar
verið nálega sexfalt minna virði 1850 heldur en um 1500, en af
sjerstökum ástæðum var verðbreytingin svo sem engin frá rniðri
17. öld til miðrar 18. aldar og fellur því verðfall peninganna á
hin önnur 250 ár og nemur að meðaltali 72/i°°0/°i eða milli sjötta
og fimta parts af vöxturn þeim er þá voru almennir. Nokkuð líkt
mun verðfallið hafa verið frá 1850 og frarn að veraldarófriðnum
og því má búast við, að eigi verði í framtíðinni yfirleitt minni
verðlækkun á peningum. Til þess að girða fyrir að sjóðir rfrni í
framtfðinni fyrir verðfall peninganna þyrfti þv! að bæta árlega
72 auvum við hverjar 100 krónur af upphæð þeirra á hverjum
tíma, en verið getur að verðfallið verði nokkuð meira og mundi
því vera rjettara að bæta heldur meiru við. Verðbreyting peninga
sýnist standa í nokkru sambandi við vexti af fje, þannig að verð-
fallið vex opt þegar vextir hækka, en veiður Iítið þegar vextir
eru lágir. Af þessari ástæðu er hentugra að ákveða það sem ár-
lega er lagt við höfuðstól sjóðs sem hluta af vöxtum sjóðsins
heldur en að miða það við hinn vaxandi höfuðstól. Samkvæmt
því sem nú hefur sagt verið mundi því vera hæfilegt, að leggja
jafnan við höfuðstólinn einn fimta part af vöxtunum til að mæta
verðfalli peninganna í framtíðinni.
En nú er á fleira að líta. svo sem kunnugt er fer fólki fjölg-
andi hjer á landi eins og ( öðrum menningarlöndum. Sjóðir þeir
sem svo er varið, að verksvið þeirra vex eptir því sem fólkinu
fjölgar, þurfa því að taka tillit til þess. Eptir reynslu undanfar-
inna áratuga hefur fólkinu fjölgað hjer á landi um 0,92°/o á ári
og um jafnmikið þyrfti hver sá sjóður að aukast sem ætti að
geta fylgst með fjölgun fólksins, auk þess sem lagt er við til að
mæta verðfalli peninganna. Til að fullnægja þessu hvortveggju
mætti það því eigi minna vera sem árlega væri lagt við höfuð-
stólinn en 2/s hlutar af vöxtunum. En fólksfjöigunin kemur miklu
meira fram f verzlunarstöðunum en sveitunum og má hafa tillit
til þess við sjóði sem ætlaðir eru fyrir takmarkað svæði.
Ennfremur er þess að gæta, sjer í lagi að því er snertir ýmis-
konar styrktarsjóði, að kröfurnar til lffsins fara jafnaðarlega hækk-
andi hjá hvetri þjóð sem er á framfaraskeiði, og margur kostn-
aður, sem óþarfur þykir á einum tfma, verður óumflýjanlegur
síðar. Það getur því opt verið að eigi veiti af að helmingur vaxt-
anna sje árlega lagður við höfuðstól sjóðs, efþaðáað vera vfst að
hann geti jafnan f framtíðinni gjört sama gagn sem nú, þrátt fyrir
verðlækkun peninga, fjölgun fólksins og aukinn kostnað við lffið.
Það er opt að svo er ákveðið í skipulagsskrám sjóða að hinn
upphaflega höfuðstól megi aldrei skerða en jafnframt er heimilað
að eyða öllum vöxtunum. Petta er svo hvað á móti öðru að auð-
sætt er að menn hafa enga grein gjört sjer fyrir verðfalli pen-
inganna. Dýrtfðin eða með öðrum orðum hið mikla verðfall pen-
inganna er veraldarófriðurinn hefur valdið ætti nú að opna augu
allra fyrir því að hverjar 100 krónur eru ekki jafnmikils virði
einn tíma sent annan. Eirikíir Briem.