Andvari - 01.01.1883, Qupperneq 6
4
Björn Gunnlaugsson.
sjá ráð til að hreyfa hvalinn svo snúa œætti. Eáðið
dugði og Björn fekk eina vætt af spiki fyrir ráðið. Voru
það að líkindum hans fyrstu verðlaun.
Björn þótti miður fallinn til bændavinnu og var
settur til bóknáms, fyrst hjá Gísla presti Magnússyni
að Tjörn á Vatnsnesi, og síðan hjá Halldóri prófasti
Ámundasyni, þá á Hjaltabakka, síðar að Melstað, og frá
honum var liann útskrifaður af Geir biskupi Vídalín
árið 1808.
fá var ófriður sem mestur í útlöndum, eins og
kunnugt er orðið, og eigi hugsandi til utanfara hjeðan
af landi fyrir námsmenn. Björn varð því, eins eg fleiri
íslendingar á þeim óaldarárum, að bíða betri tíma. Er
oss það ókunnugt, sem á daga hans dreif þau árin, frá
1808 til 1817, nema þetta tvennt: að hann vildi verða
aðstoðarprestur hjá síra Sæmundi Hólm, presti að Helga-
felli, en Espólín segir (Árb. X 62. kap.) að Birni hafi
verið ráðið frá því, «með því liann sjálfur var nær ann-
ars hugar um allt nema mælingafræði»; og, að hann
náði viðkynníngu þeirra Scheels og Frisachs, lautinanta,
er þá voru bjer að strandmælingum. Varð Birni það til
góðs, því að bæði veittu þeir honum leiðbeiningu í þeirri
mennt, er allur hans hugur hneigðist !að, og gáfu honum
bækur þar að lútandi. Má hafa það að marki, að Björn
hafi eitthvað lesið og eitthvað numið heima fyrir, að sama
árið, sem hann fór til Kaupmannahafnar, 1^17, og
tók hið fyrsta próf á háskólanum (examen artium),
samdi haun ritgjörð til úrlausnar spurningu þeirri, er
liáskólans kennendur lögðu fyrir unga menn, er mæl-
ingarfræði stunduðu, og fekk hiun fyrirheitna gullpening
að verðlaunum. Mun þetta, að vjer ætlum, eindæmi við
háskólann, að nokkur vinni þar til slíkra verðlauna ein-
mitt um sama leyti, sem hann er að ganga undir inn.
tökupróf skólans. Árið 1820 vann Björn verðlauna-
pening háskólans af nýju fyrir aðra ritgjörð. Af þessu