Andvari - 01.01.1883, Page 8
6
Björn Gunnlaugsson.
Thorbergs. peim Birni og Guðlaugu varð eigi barna
auðið, er á legg kæmust. Fyrri konu sína missti Björn
árið 1834, en hina síðari 1873.
f>að má telja lán hans, að hann eignaðist þær af-
bragðskonur, sem hann átti. Hann þurfti eigi um
annað að hugsa en vísindin og sín embættisverk, en þær
höfðu ábyggjur bús og barna. Bæði sökum þessa, og
svo hins, að hann var iðjumaður, liggur eftir hann margt
og mikið.
Fyrst má telja þessar ritgjörðir, er frá hans hendi
hafa komið á prent, ílestar sem skólaboðsrit: 1. Nokkrar
einfaldar reglur til að útreikna túnglsins gang (boðsrit
á ísl. og lat.), Viðey 1828 í 4°- ; 2. De mensura et deline-
atione Islandiæ interioris, cura societatis literariæ islan-
dicæ his temporibus facienda (boðsrit á dönsku og latínu)
Viðey 1834, 8°- ; 3. Töblur yfir sólarinnar sýnilega gang
á íslandi (boðsrit), Viðey 183 6 40, ; 4. Njóla, eður auð-
veld skoðun himinsins, með þar af fijótandi hugleiðingum
um hátign guðs og alheims áformið, eða hans tilgang
með heiminn, Viðey 1842 (liitdómur í Nýjum Félags-
ritum 4. ári, bls. 115—131, eptir S. M.); önnur útgáfa,
aukin og endurbætt, lleykjavík 1853; 5. Leiðarvísir tii
að þekkja stjörnur 1. og 2. partur, prentaður í Rvík.
1845 og 1846 í 8°- ; 6. Tölvísi, mikið rit og þó að eins
helmingur þess prentaður, Rvík 1865; hinn helmingur
þess er til í handriti og er eign Bókmenntafjelagsins; 7.
Einföld landmæling til að ken'na að semja afstöðu-upp-
drætti með auðfengnum verkfærum, Khöfn. 1868, 8°-;
8. Húskveðja haldin í Reykjavikurskóia 24. febr. 1847,
við úfför skóiapilts Friðriks Bjarnasonar Thorarensens,
prentuð í Rvík 1848.
IJar næst eru til eptir hann ýmsir smáritlingar í
íslenzkum tímaritum, t. d. í Sunnanpósti 1836 nr 8:
Um jpórisdal; í Reykjavíkurpósti 1849 nr 4: Um þyngd
* reikistjarnanna (pláneta); sama ár nr 12: Um sjódýr