Andvari - 01.01.1883, Page 10
8
Björn Gunnlaugsson
«himininn skoöaður á nóttu». Ótal sólkerfi og ótal
vetrarbrautir, hver vetrarbraut ótal sólkerfi, en miðsólir
allra þessara sólkerfa, sólna sólirnar, «hlaupa fyrir þyngd-
arinnar dráttarkrapt kringum eina aðalmiðsóln. Ályktun:
«J>essi hin mikla himinsins bygging boðar einhverja
stóra íyrirætlun. En í öllu sem vjer sjáum á himni og
jörðu, er lífið það æðsta, og allt er þess vegna gjört
og það er aðaltilgangur alls hins sýnilega heims». Al-
heimsáformið er með öðrum orðum lífið og ódauðleikinn.
Að leiða rök að þessari meginsetningu er svo aðalefni
kvæðisins. Eöksemdirnar eru telmar jöfnum liöndum
úr náttúrunni, hinum sýnilega heimi, og úr heilagri
ritningu. pví höfundurinn er eigi síður trúmaður en
heimspekingur. fað er alltítt, að unglingar eru ekki
fyr búnir að fá einhverja ofurlitla nasasjón á náttúru-
vísindum en þeir eru þar með gongnir fyllilega úr
skugga um að enginn Guð muni vera til. f>eir þykj-
ast hafa kannað náttúruna í krók og í kring og hvergi
orðið hans varir þar; longra þurfi ekki vitnanna við.
Höfundur Njólu er einn af þeim mönnum, sero slílc
kenning er bæði hneyxli og heimska. í hans augum er
náttúran öll einber Drottins dásemdarverk. J>að er því
öðru nær en að heimspekin í Njólu sje með heiðinglegum
blæ. Hún er miklu fremur lofgjörð við skaparann,
öllu fremur guðsorðabók en heimspeki, og er vinsæld
hennar meðal alþýðu líklega mest því að þakka. þ>að
sem hana skilur á við kenningar kirkjunnar, er og þannig
lagað, að það er almenningi eigi ógeðfellt, svo sem að
cilíf útskúfun sje óhugsandi; eða þá að minnsta kosti
ekkert kappsmál, svo sem að syndin sje ekki annað en
«vöntun gæða», sprottin af «vöntun vizku». En prestum
var hún miður að skapi, sumum að minnsta kosti.
Tölvísin mun vera ein af þeim bókum, sem allir
hæla, en onginn les. Útlistanirnar í henni kváðu vora.
mjög sldlmerkilegar.