Andvari - 01.01.1883, Qupperneq 18
16 Björn Gunnlaugsson.
ei oflofad hann, cru þær nijn Maskínur sem hann hefur oss
veitt, til — ad mæla med Veg þann er Madur ferdast — ad
setia upp Fiskibáta med fráSió og — til ad andhæfa med, fyrir
utan adrar sem sialfar lofa síns Höfunds ypparlega Hugvit. Af
slikum Födur er vor loflegi Yngismadur f'æddur, scin strax í
Æsku sinni tók til ad æfa konstir födurs síiis og þad sem mak-
lega má furda sig yfir ad hann Tilsagnar laust ckki aB eins laus-
lega yfirfór (ei einarsta hvöru tveggiu Reikníngs listina, heldur
ogso lardar mælingu — Geometriam —, þríhyrnínga mæiíngu —
Trigonomctriam ■—, Innanrúms mælingu — Stereomctriam —,
Reikníng þess endanlega og oendanlega — calculum fmitorum
ct infinitorum —, Iafnvigtar konstina — Staticam —, Hræringar
konstina — Mechanicam —, og fleiri parta þeirrar náttúrlegu
Mæiifrædis) heldar lærdi sovel ad hann med sinni grundudu
■ peckíngu letti inikid undir Erfidi Födurs síns. Her fyrir utan
hefur hann lært sovel Látínu, Grísku og önnur Vísindi sem í
■ ; . Vorum Skólum dyrdkud eru, um tveggia Missera Tíma (því leing-
- ' , : ur kunni ei Fadir hans vegna ördugrar Heimilisstödu ad kosta
1 ■ ' uppá kennslu hans) undir Tilsögn Herra HáUhrs Amundasonar
sem loíiega jnónar Hialtabacka Prestakalli/ ad hann til Vor
sendur og í Nærveru þeirra Lærdóms Velunnara, sem her til
Stadar eru, var yfh'lmirdur og feck í Mælifrædinni sovel þeirri
skiliandi sem giörandi og logica
— frábært Hrós.
I Látínu stíl, Utleggingu latínskra Rithöfunda, í Dönskumali,
Sagna frædi, Iardarhnöttsins þeckíngu, I Grísku túngu máli og
Nija testamentisins Utskíríngu, — I Gudfrædi H. Ritningar soveí
þeirrar náttúrlegu sem opinberudu:
— m i k i d II r ó s.
1 þydsku Túngu mali:
|... ........ Hrós.
þessi Vor (yngismadur) hefur ypparlegt Hugvit, farsælann Greind-
ar krapt, írábæra Kostgiæfni, ágiætt Sidierdi meir lagad eftir
Fornaldar einfalda- heldur enn nú verandi Aldar mód. Hann
frambar sórnalega af Predikunarstól, eins og her er sidur, vel-
samda Rædu. Loksins þá útskrifum ver (þennan vorn) lofada
Yngismann, sem ad mínum Dómi hefur nád því Lærdóms Menta
Takmarki sem sú kónglega Tilskipun um Examcn artium (yfir-
heirslu í Lærdóins mentuin) á skilur og oskum hönum af Hiarta
alls kins Fareældar. —
Heikiavijk þann 2an Julii 1808.
Geir Vidalin
L. S.
I Fliótleika samin frí Utlcgging af
H. Amundasyni.