Andvari - 01.01.1883, Síða 19
17
Ferð um austurland sumarið 1882.
Eptir
þorvald Thóroddsen.
Síðast liöið sumar var, eins og allir vita, eitt hið
lakasta, er verið hefir í manna minnum, samgöngu-
leysið, ísarnir, kuldi, þokur, rigningar og frost um
hásumar drógu kjark úr mönnum. fegar svo viðrar,
er eigi gott að gjöra rannsóknir á öræfum, örðugur útbún-
ingur í langferðir, hestar eru magrir og lítið gras
fyrir þá, ekkert er hægt að fá í kaupstöðunum og ekkert
frá útlöndum, svo þá eru flestar bjargir bannaðar. Eg
hafði tekizt á hendur að ferðast á austurlandi, bæði
«1 almennra rannsókna og sér í lagi til þess að skoða
silfurbergsnámuna við Helgustaði og mér var nauðugur
einn kostur að fara, hvernig sem tíðin var. Toisótt
vnr að fá það, sem til ferðarinnar þurfti, en lakast var þó, að
vísindaleg verkfæri frá Kaupmannahöfn, gátu eigi komizt
til mín vegna ísanna, og vóru að flækjast kring um land
þangað til í ferðalok. Veðráttan var a'.la ferðina mjög
slæm; á austurlandi vóru sífelldar þokur og rigningai í
dölum og fjörðum, optast frost og kafald á öræfum og
fjöllum uppi. þ>að hafði í fyrstu verið áform mitt að
hyrja rannsóknir mínar á suðurlandi, af því bæði ei
þar margt ókannað, er að jarðfræði lýtur og jarðmynd-
anh' oru þar margbrotnari en á austurlandi og vest-
tjöiðum, en af því silfurbergsnáman þurfti skoðuuar sem
fyist, varð það úr, að eg byrjaði á austurlandi.
Um morguninn ^B. júní fór eg á stað frá Möðru-
Andvari IX. 2