Andvari - 01.01.1883, Page 20
18
Ferð um
völlum í Hörgárdal*); fyrr var eigi hægt að fara, því
nægilegt gras handa hestum var eigi sprottið, og hey
var hvergi að fá, þótt gull væri í boði. Ár vóru allar
í vexti og íiestar liinar stærri vóru að eins færar á
ferju. Hörgárdalurinn er breiður um Möðruvelli, ijöllin
að vestan um 2000 fet, en að austan 2500—8000 fet
á hæð. Hörgá rennur austan í dalnum og hggja að
henni melhjallar stórir að vestan; ganga hjallar þessir
töluvert, frá ánni, nema hvað hapt er yfir dalinn hjá
Djúpárbakka; heíir að öllum líkindum áður verið fjörður
upp í landið þar sem áin er, og vatn fyrir ofan mel-
haptið, milli Laugalands og Hunhaga; nú eru þar sléttar
eyrar, sem vatnsbotninn hefir verið. Blágrýti er hér í
öllum fjöllum og eins í árbotninum; dalurinn er
holaður gegnum blágrýtislög, eins og grunnt trog, en
menjar íss og árburður (sandur og leir) liggja ofan á.
Melarnir fyrir neðan Möðruvelli hafa úður verið skógi
vaxnir; suðauslan við ána á jpelamörk liafa og verið
skógar; um skóga við Laugaland er getið í
Ljósvetninga sögu kap. 18. ísl. fornsögur I.
bis. 160. far var kjarrskógur þangað til um síðustu
aldamót, en er nú alveg horfinn. Hjá Laugalandi er
lítil laug niður við ána utan í melbarði; þar sem heita
vatnið hefir verkað á, er mölin og sandurinn bakaður
saman í eina hellu; laugin er að eins volg (32° C).
Fyrir norðan og austan bæinn uppi í hlíðinni er stórt
og gamalt hverastæði, sem nú er vatnslaust; það er 11
faðmar á breidd og 17 á lengd, hverahrúðrið er fullt af
*) í ritgjörö þessari segi eg lítið frá ferðalaginu sjálfu, þvi
öllum er slíkt svo kunnugt hér á landi; þó verður náttúrlega
ekki hjá því komizt að nefna mjög inargt, er fiestir
munu vita; eins verð eg víða að fara fljótt yflr sökum
rúmsins. því úr jarðfræði og öðrum náttúruvísindum, sem
eigi verður ætlazt til að alþýða skilji fyrirhafnarlaust,
hefi eg sleppt; frá því mun skýrt nákvæmar annarstaðar.
i