Andvari - 01.01.1883, Síða 22
20
Ferð um
og holurnar fullar af geislasteinum (einkum chabasít
og stilbít). Ljósavatnsskarð er undarlegt að því, að
það er myndað þvers yfir fjallgarð; nálægt Sigríðar-
stöðum er í því hapt af melöldum og hallar af til
beggja hliða; rennur fingmannalækur vestur, Kambsá
austur í Ljósavatn. Innan um melöldur þessar eru
sumstaðar einkennilegar, kringlóttar, djúpar hvylftir
með vatni í. Mjög er stormasamt í skarðinu einkum
á vetrum og rífur þá upp torf og jarðveg. Sunnan til
í skarðinu nálægt Stórutjörnum er dálítil laug; kemur
vatnið undan grasi vöxuu melbarði og er heitast í 3
holum (í einni 53° C), töluvert brennisteinsbragð er af
vatninu, en ekkert sezt úr því nema iítilfjörleg hvít
skán hér og hvar á steinum; ofar í barðinu eru lítil
vatnsaugu á víð og dreif; í þeim er 20—30° hiti.
Ljósavatn er mjög djúpt, í því er nolckur silungs-
veiði; úr því fellur Djúpá gegn um melhapt, er tak-
markar vatnið að framan; við Djúpárvaðið er hópur af
gömlum cldgýgum; eru þeir orðnir að óreglulegum
gjallhrúgum, og opin uppfyllt og horfin; í þeim sjást
víða ýmislega bogin og samtvinnuð hraunlög. Um þessar
slóðir verða fyrst fyrir mönnum hraun þau, sem eru
svo algeng um miðbik landsins; það eru gömul hraun og
ná niður að Skjálfandafljóti; hraun eru og undir jarð-
vegi upp allan Bárðardal. Skjálfandafljót hefir hér
áður runnið vestar á litlu svæði, og er farvegurinn
gamli djúpur og glöggur í hrauninu, en síðan hefir
það ei alls fyrir löngu færzt að austurhlið dalsins; í
farveginum gamla eru víða djúpar holur og hvylftir í
hraunsteinunum, núnar af grjóti er áin rann þar. Litlu
neðar er í fljótinu I3ingey, er sýslan tekur nafn af. Bárð-
ardalur er hér eins og allbreið slétta og lág heiði að austan,
Fljótsheiði. í fljótsbotninum er mjög gamalt hraun, ineð
smáum hvítum dröfnum eða dropum (porfyritisk
lava, dílagrjót); ofan á því er í bökkuuum leir, sum-