Andvari - 01.01.1883, Page 26
24
Ferð um
má sjá skán á jörðunni af dauðu mýi, og sézt hún
bezt ofan á pollum, og í hraungjótum er vatnið stund-
um eins og þykkur grautur af flugum. Sé karbólolía
eða steinolía borin á bera staði á hestum, hlífir það
nokkuð, og sumstaðar er brennt steinolíu á kvíaveggjum,
til þess að fæla flugurnar burt. J>ar sem svo er
mikið af flugum, hafa köngulór nóg að starfa, enda
er hér í hraununum svo mikið af þeim, að undrum
sætir, og hafa allar nóg viðurværi.
Landið kring um Mývatn er einkennilega fagurt.
Vatniðer mjög vogskorið og í því ótal eyjar oghólmar;
eyjar þessar eru sumar gamlir eldgýgir, grasi vaxnir
með skál í miðju; á sumum hólmunum er mikill jurta-
gróður; mest kveður þó að því á eynni Slúttnesi fram
undan Grímsstöðum; óvíða á íslandi mun finnast jafn-
fríður blettur. Slúttnes er flatt og mestallt skógi vaxið,
samtvinnaðar birki- og gulvíðisbríslur og hér og hvar
standa háar birkihríslur og reyniviðiruppyfirlægriskóginn;
hæstu birkihríslur eru þar 12—14 fet á hæð og 12—15
þumlungar að ummáli, reynir ámóta hár; gulvíðis-
hríslur eru allt að 16 fetum á bæð og 7—8 þuml-
ungar að ummáli, en liggja optast flatar sökum mjóddar
og snjóþyngsla á vetrum. Innan um skóginn vex alls
konar blómgresi, og ótal endur hafa tekið sér bústað
innan um skógarkjarrið; hreiðrin eru hulin undir lauf-
inu, svo að menn verða að fara með varúð, að þeir eigi
stígi á eggin. Hér og hvar eru kringlóttar smátjarnir,
gamiir gýgir, bryddir sefi og háu grasi; á þeim er fullt
af öndum og ungum þeirra um varptímann. — Mývatn
er víðast grunrit^ að eins 2—3 faðmar á dýpt; hraun
liggja að því nær því á alla vegu, en mest að austan
og norðan. Út í vatnið að austan liggja margir hraun-
tangar ýmislega lagaðir með báum nýpum og strókum
í hinum skringilegustu myndum; í víkunum eru þar
smáir hraunhólmar vaxnir víði og hvönnum; þar vex og