Andvari - 01.01.1883, Qupperneq 28
26
Ferð uin
var síðast veiddur sumarið 1880, og hefir verið sáralít-
ill silungsafii síðan. íSilungurinn er mestur etinn jafn-
óðum, en töluvert er þó hert (eins og þorskur) og
gevmt til vetrarins.
Undir allri Mývatnsbyggðinni er móberg, þótt hraun
liggi víðast hvar ofan á; þó er í einum tindi (Hlíðar-
fjalli) rauðgrá bergtegund sérstök (líparít). Mývatn
liggur í dæld á öldumyndaðri hásléttu 956 fet yfir
sjávarflöt. Tveir tirdar eru fyrir norðan það; Vind-
belgjarfjall (1790 fet)og Hlíðarfjall (2400 fet). Fjær vatn-
inu að austan, nokkru fyrir austan Reykjahlíð, gengur
Jágur fjallahryggur, sem heitir Dalfjall að norðan en
Námufjall að sunnan. Rétt við suðvesturenda Námu-
fjalls er Hverfjall (SandfeJl), einhver hinn stærsti eld-
gýgur á íslandi. Á milii Dalfjalls og Námu-
fjalls er Námuskarð, sem farið er þegar menn ætla
austur. Norður af Dalfjalli eru smátindar, sem heita
príhyrningar, og enn norðar í sömu stefnu lítill hæða-
hryggur, sem heitir Leirhnúkur, or gausmest!724—30;
fyrir austan Leirhnúk jafnhliða honum, og í sömu stefnu,
er Krafla, og austan og sunnan við hana Hrafntinnu-
hryggur; þessi fjöJl standa eins og á skörðóttum hjalla,
ermenn nefna Sandbotnafjöil, en fyrir sunnan og austan
þau tekur við slétta sú, er nær austur að Jökulsá á
Fjöllum og kölluð er Mývatnsöræfi. Norður af Mývatni
og fyrir norðan Hlíðarfjall eru Gæsadalsfjöll, mikil fjaJIa-
dyngja; efst á þeim er þúfulagaður tindur, Jónstindur
(2809 fet). Suður frá Mývatni er sérstakt, kúpuvaxið
fjall, Sellandafjall, og Bláfjall austur af því, úr því
ganga ýmsir ranar og álmur, það er hæst og stærsf
allra fjalla við Mývatn. Búrfell og Skógamannafjöll eru
þar austur af á Mývatnsöræfum. Vindbelgjarfjallér fast
við Mývatn að norðvestan, nálægt því er Laxá fellur
úr vatninu; það er úr móbergi og víða skógi vaxið að
neðan; þaðan er rnjög fögur útsjón yfir vatnið; þó er