Andvari - 01.01.1883, Qupperneq 32
30
Ferð um
hlíð, Jón Sæmundsson, sem hefir lýst gosunum, varð
að íiýja með öllu heimilisfólki sínu; 3 bæir þar í nánd
eyddust (Stöng, Fagranes og Gröf), en fólk komst þó
af, 7. ágúst tók hraunið Reykjahlíðarbæ, og 27. ágúst
rann hraunið kring um kirkjuna án þess þó að hana
sakaði; stendur kirkjan þar enn á sama stað, umkringd af
hrauni á alla vegu; hraunið hefir verið seigt og farið
hægt, en kirkjan stóð á ávölum bala, svo að hraunið gat
ei runnið á hana. Síðan rann hraunið út í Mývatn og
var það stárkostleg sjón, að sjá hinn tryllta æðisgang,
er varð, er þessar tvær sterku höfuðskepnur mættust;
vatnið sauð og bullaði og gufumekkirnir þutu í allar
áttir, er hraunið rann í það; liafði það einkum verið
stórkostlegt á nóttunni að sjá hraunið eins og bræddan
málm renna fram og berjast við vatnið, innan um hvíta
reykjarmekki, með ógurlegri suðu og hvellum.
í hraununum austanvert við Mývatn eru ótal gjár
og glufur, og í sumum þeirra er töluverður jarðhiti
20—30 °C; í Stóru-gjá hjá Reykjahlíð er laug í gjáar-
botninum, sem kemur fram á ýmsum stöðum og myndar
ágæta sundpolla inni á milli klettanna; vatnið er að
eins moðvolgt, 29 0 C. Gjá þess er mjög löng, djúp og
hrikaleg; þar og eins í hraununum í kringvaxa margar
sjaldgæfar jurtir, þó einkum burknategundir. x)
Við Námufjall eru mestu brennisteins-námurnar
við Mývatn, nefnilega Hlíðarnámur, fjallið ei' allt sundur
J) þar vaxa af burknuin Polypodiuin phegoptoris, P. dryopte-
ris, Aspidium lonchitis og Lastrœa spinulosa, sem er mjög
stór og fagur. Við tíjarnarflag fann eg plöntu, er telst til
burknafiokksins Ophioglossum sp. og hefir Iiúd ei fundizt
fyrr á íslandi. í Stórugjá og eins i Slúttnesi vex mikið
af fjögralaufa-smára (Paris quadrifolia); í Stórugjá vex mjög
sjaldgæft brönugras (Listera cordata) og vetrarlilja (Pyrola
minor); í kring um Reykjahlíð vcx og Nasturtium palustro,
Pleurogyne rotata o. m. íi. sjaldgæfar jurtir.