Andvari - 01.01.1883, Page 33
austurland.
O t
Oi
soðið af brennisteinsgufum, bert og graslaust, en Dal-
fjall er grænt og víði vaxið, og er þó rétt norðttr af
Námufjalli, en þar eru engar brennisteinsnámur. Báðir
þessir fjallahryggir eru úr móbergi (palagonit-tuf og
-breccie), og í Dalfjalli sést bygging þess vel í stórum
gjám, er ganga efst eptir fjallahryggnum endilöngum.
Litlar námur eru vestan við Námufjall, en mestar í því
austanverðu og á sléttunni þar fyrir neðan. Brennisteins-
vatnsefni streymir upp um sprungur í jörðunni; þegar
það verður fyrir áhrifum loptsins, fellur brennisteinninn
frá og myndar þúiur kring um opin. Sumstaðar verkar
brennisteinssýra og önnur brennisteinssambönd á mó-
bergið og leysir það allt í sundur, svo að þar verða vell-
andi leirkatlar með bláleitum graut, er sífellt sýður og
bullar. Brennisteinsvatnsefnið, er streymir úr jörðunni,
myndar nýjan brennistein, þar sem gamall brennisteinn
hefir verið burtu tekinn; þó þarf til þess langan tíma,
að það verði að nokkrum mun. Lítilfjörlegar námur
eru og við Kröíiu og Leirhnúk. Mestur brennisteinn
hefir verið tekinn úr Hlíðarnámum og Fremri-námum,
sem eru fyrir sunnan Bláfell; á seinni árum hafa Eng-
lendingar og tekið brennistein úr jpeistareykjanámum.
Brennisteinn var snemma íiuttur frá lslandi, erkibjsk-
upinn í Niðarósi haíði einkaréttindi til að fiytja brenni-
stein frá íslandi 1284, og árið 1340 var gerður dómur
tveggja kórsbræðra um biskupstíund af brennisteini.
Finnbogaætt átti lengi eignir miklar við Mývatn og
brennisteinsnámurnar þar; ætt þessi var komin af Finn-
boga gamla á Ási í Kelduhverfi, er var uppi á 14. öld;
hann var sonur Jóns Langs. Tóku þeir brennistein og
fluttu til Húsavíkur eða leigðu ýmsum námurnar unz
konungur keypti þær 1563; lét hann fyrst sjálfur taka
brennistein og leigði síðan námurnar; lluttu bændur
brennisteininn óhreinsaðan niður á Húsavík og fengu
vist verð fyrir hvert lýsipund. Brennisteinn var þá dýr