Andvari - 01.01.1883, Page 41
austurland.
39
liægra með að skolast burt af vatni. Askan
heíir enn á einn hátt gert dmetanlegan skaða
óbeinlínis. Vikurlagið frýs á vetrum í hellur ofan á
jarðveginum, en þiðnar á vorin miklu seinna en jörðin
undir, því að sólarljósið kastast apttir af vikrinum; af
þessu leiðir, að vatnið grefur sig niður, svo að í jarðveginn
koma djúpar sprungur og hyldýpisgrafir hættulegar
fyrir menn og skepnur; allt er sundurgrafið hið neðra
og spillast jarðir af þessu meir og meir á hverju ári.
Vegir verða afþessu því nær ófærir, því að altaf mynd-
ast nýjar og nýjar sprungur þvers yiir þá. Sprungur
þessar geta orðið svo hroðalegar, af því að jarðvegur á
Jökuldal er svo fjarska djúpur, bæði mold, leir, sandur
og möl; vatnið hefir á undan og eptir öskufallið, (þó
miklu meira eptir það), grafið sér geilar gegn um þenna
þykkva jarðveg; sumar eru mjög mjóar, sumar breiðar
og jafnvel 40—50 fet á dýpt. Sumar af grófunum
vóru grynnri, vel færar yíirferðar og jafnvel noklatð
grasgrónar áður en askan féll, en síðan hefir allt spillzt.
Svo þykkvan jarðveg sem ofan til á Jökuldal hefi eg
hvergi séð á íslandi. A túnunum á efri hluta Jökul-
dals t. d. á Brú og Eiríksstöðum liggja enn fram með
görðum háir vikurbyngir eða skaflar, sem bornir )iafa
verið þangað eða fokið í skjól, og undir grassverðinum
er alstaðar vikurlag, slétt. tún eru sumstaðar orðin
þýfð af vikurbyngjum, sem undir liggja og lítið gras
sprettur upp úr. Eétt fyrir framan bæinn á Eiríks-
stöðum eru t. d. íiatar og breiðar þúfur svo til komnar;
þar er IV2—2 þuml. grasmold ofan á og fets þykkt
vikurlag undir; vikurlagið er þó mjög misþykkt á
túnunum. Úthagar og beitarlönd hafa og orðið fyrir
stórskemmdum.
Um kveldið 5. júlí komum við að Brú; það er
annexía frá Hofteigi og efsti bær á Jökuldal. Kirkja
or þar fremur fornfáleg úr torfi, og snýr hún hér um
bil frá norðri t,il suðurs og leiðin eins; á kirkjugarðinum