Andvari - 01.01.1883, Side 43
austuilanii.
41
niðui' aðvatninu eru vanalega 30—40 fet, en þó er
sagt að eitt sinn (1625) hafi áin vaxið svo, að hún reif
af sér brúna *) Eigi er hægt að fara yfir brúna með
áburð nema tekið sé ofan af heslunum, því að grindur eru
byggðar yfir brúna alla.
Um morguninn 7. júlí var veðurreyndar ískyggilegt,
en við héldum samt á stað upp í Laugarvalladal;
þangað bafa sárfáir komið nema fjármenn úr byggðum
og enginn náttúrufróður maður hafði skoðað laugarnar
þar. Uppdráttur íslands er töluvert rangur um þessar
slóðir. Svo virðist í íijótu bragði, að Jökuldalur endi
rétt fyrir ofan Brú, því að fjall er fyrir dalbotninum.
Skógafjall, en beggja megin við það eru lægðir; að
sunnanverðu við fjallið heldur Jökuldalur áfram og beyg-
ist þar suður á við og síðan aptur dálítið til norðurs
við Káratinda, og heldur svo áfram þótt mjór sé og gróður-
laus alveg upp í Vatnajökul; á einum stað fellur Jökulsá
þar í stórkostlegum gljúfrum við Hafrahvamma; víða þar
efra eru fram með ánni gróðurlausar eyrar upp að
fjallshlíðum beggja megin. Norðanvert við Skógafjall
fellur fram Reykjaá í djúpum gljúfrum, kemur hún úr
Laugarvalladal og brj^zt þar fram milli Skógafjalls og
Múla; í bana falla að norðan Fiskiá og Vesturdalsá,
sem koma úr afdölum, er ganga upp í Jökuldalsheiðarnar;
Laugarvalladalur liggur jafnhliða Jökuldal og er örmjór
fjallahryggur á milli; á uppdrætti íslands er þessi hryggur
látinn vera meir en míla á breidd. Jafnhliða Jökuldal
gengur að sunnan Hrafnkelsdalur langt upp í óbyggðir;
mynni hans er beint á móti Brú, en eigi utar eins og er
á kortinu, dalur þessi er hér um bil þrisvar sinnum lengri
en hann erjáuppdrættinum; Laugarvalladalurer ogofstutt-
ur eptir Hrafnkclsdal rennur Hrafnkelsá. Frá Brú upp í
Laugarvalladal er fyrst farið sunnan í Múlafjallinu upp
með Eeykjaárgljúfrum; jarðvegur er þar alstaðar fjarska
*) Ferðabók Eggerts Ólafssonar II. bls. 792.