Andvari - 01.01.1883, Side 45
íiusturland-
43
í'étt fyrir ofan lindina streymir heitt vatn (40°—59° C)
um mörg smáop úr klöppunum niður í ána, og í kring
um þau er allt vaxið sóleyjum og eyrarrósum. 1 brekk-
unni upp frá þessum opum er stórkostlegt, gamalt
hverastæði, sem nú er alveg kólnað; hverahrúðursbreiðan
er 40 faðmar á breidd og 30 á lengd upp brekkuna frá
ánni. Hverar þeir, sem hér hafa verið, hafa myndað
hvern lirúðurhjallann upp af öðrum, og svo hefir heita
vatnið fossað niður hjallana í áua; hverahrúðursbreiðan
er efiaust 2—3 faðrnar á þykkt. Nú er engin velgja í
þessu hverastæði og graslaus melur í kring, en áður
hefir þar verið mikið gras, því að í hverahrúðrinu er fullt
af steingjörvum stráum og blöðum og hór og hvar
innan um vatnakuðungar orðnir að steini. Dálítill
jarðhiti er um þessar slóðir annars staðar en á Hvera-
völlum; í Eauðalæk rétt fyrir innan Brú vóru 17° C.,
en lopthitinn 8°; í dálitlu auga utarjega í Laugarvalla-
dal 14‘/2° C., en lopthiti 6"; þar í kring uxu furðu stórir
maríustakkar. Um kveldið komumst við í hellirign-
ingu að Eiríksstöðum næsta bæ fyrir neðati Brú.
Efst á Jökuldal sjást enn rústir af mövgum eyði-
bæjum; er sagt að Brú, sem nú er efsti bærinn, hafi
áður verið í miðri sveit. 1 Laugarvalladal vóru áður
Hringstaðir; sjást enn þá glöggar rústir af. þeim bæ
nokkru fyrir neðan Laugarvelli vestan við ána. í dalnum
hafa verið tvö sel, Múlasel þar sem Fiskidalsá fellur í
Keykjaá, og annað neðar þar sem Keykjaá feilur niður í
Jökulsá. Töluverð byggð er sagt að hafi verið inn af
Brú og hafi eyðzt að mestu í svartadauða. Bakkastaðir
er mælt að hafi verið stutt fyrir iunan Brú sunnan viQ
ána; þar á að hafa verið kirkjustaður; sér enn kirkju-
garðinn og vatnsdæld í miöju; er sögð ttm kirkjuna þar
sama sagan og um ýmsar aðrar kirkjur, að hún ltafi sokkið
á jólanótt, er vikivaki var stiginn í henni. Steingríms-
staðir vóru nokkru innar norðan við ána; undir Skógar-