Andvari - 01.01.1883, Side 47
austurland.
45
ulsár og Kreppu á að vera nokkru sunnar og eins
Pagridalur; fyrir norðan Fagradal er Álptadalur; liann er
um Vs þingmannaleið á lengd; eptir honum rennur á
samnefnd, sem fellur í Arnardalsá; en Arnardalur gengur
norðvestur að Jökulsá á Fjöllum; höfðinn fyrir norðan
þenna dal sést frá Möðrudal. Snæfell er laust við Vatna-
jökul o. s. frv.
Hinn 8. júlí vórum við um kyrrt á Eiríksstöðum í
góðu yfirlæti hjá Gunnlaugi bónda Jónssyni, er gaf mér
margar skýrslur um öræfin hér fyrir ofan, því að hann
er þar gagnkunnugur. Á milli Eiríksstaða og Brúar og
eins neðar má glöggt sjá, hve goysimikið lausagrjót er
hér ofan á berginu, því að áin hefir sumstaðar skorið
sig í gegn um 150—200 feta þykk malarlög (t. d. Arn-
arbæli); hjallar eru hver upp af öðrum við Jökulsá, og
þar sem þverár íalla í hana, liafa aptur myndazt smærri
þverhjallar við þær; svo er t. d. við Hölkná, Gilsá o. m.
fl.; margar af ám þessum eru fjarskalega straumharðar
og stórgrýttar. — Daginn eptir fórum við út Jökuldal
að Hvanná; víðast er hér latidslag líkt, Jökulsá í djúpum
farvegi, melhjallar og holt á báðar hliðar, stórgrýttar
þverár, hlíðar upp eptir öilu, þaktar malar- og leirlögum,
óvíða brattar hamragirðingar og sauðgróður mikill; þó
gat eg eigi vel séð landslag fyrir sífelldri þoku, sem
altaf ónáðaði okkur. jpegar út dalinu dregur, fer vikur-
askan að minnka og fyrir utan Skjöldólfsstaði er hún
horfin, nema við árfarvegi og gil. Útibeit or hér mikil
á vetrum, og fjárrækt öll víst einhver hin bezta á iandinu,
fjárgeymsla og fjárhirðing í mjög góðu lagi, fjárhús vel
byggð, há og rúmgóð, sauðir verða mjög vænir, fallið
opt yfir 70 935, slundum jafnvel 80 íí og þar yfir.
Bændur eru efnaðír vel, húsakynni snotur og búskapur
allur í bezta lagi, landrými er mikið og langt á rnilli
bæja. Frá Hvanná liéldum við að Ormarstöðum í Fellum.
Utan til á Jökuldal eru víða klettar fágaðir af jöklum,