Andvari - 01.01.1883, Side 50
48
Ferð um
og suða af iðukastinu í ánni; einstaka sinnum sást
í efstu fjallabrúnirnar, og varð þá allt enn tröllslegra,
því að undir brúnirnar hyllti svo í myrkrinu, að þær
sýndust nema við himin og vera þá og þegar albúnar
að falla í höfuð manni. Seint um kveldið klöngruðumst
við yfir ána við illan leik, og létum fyrirberast á eyri
fyrir sunnan ána til þess að bíða eptir því, hvort þokan
færi eigi, svo að fossinn sæist. Bergið, er fossinn fellur
fram af, er mjög einkennilegt; í því eru á víxl lög af
basalti, móbergi og leir, og auk þess surtarbrandur milli
leirlaganna í miðju berginu. Blágrýti er mest efst, mó-
berg neðst, en leirlög í miðju; þau eru með ýmsum
litum, hvít, grænleit, móleit eða svört af rotnuðum jurta-
leifum; eigi eru þar veruleg surtarbrandslög, en hér
og hvar lurkar í leirnum, orðnir svartir og harðir af
elli og flatir at' þrýstingnum ofan á. Hvergi sá eg glögg
för af trjáblöðum, en bér og hvar vóru hvítir, kísilrunnir
stönglar. Svo virðist sem upprunalega hafi verið dælda-
land með hæðakúpum á milíi, áður en leirlögin mynd-
aðust og skógurinn óx, sem nú sjást menjar af í surtar-
brandinum; síðau hafa leir- og móbergslög myndazt ofan
á jurtagróðann, og að endingu hraunstraumur runnið
yfir allt saman, en vatnið hefir síðan etið sig í gegn
um lðgin, og sýnir nú legu þeirra í gljúfrunum. Kl. 1
um nóttina reif þokuna allt í einu frá, og sást fossinn
ágætlega, ogvar það tignarleg sjón; fegurstur erfossinn,
þegar vatnsmegnið er mikið í ánni. Hengifossá brýzt
um gljúfur niður í Lagarfijót,og eru neðar fleiri fagrir fossar;
mestur þeirra er Litlanesfoss; hann er hvergi nærri eins
hár og Hengifoss, en mjög fagur; hann fellur ftam af
stuðlabergi, og standa súlurnar sumstaðar beinar, sum-
staðar margvíslega bognar. Morguninn var vel lagaður til
þess að sýnaFljótsdalsbérað íallri sinni dýrð; réttum sólar-
uppkomu komurn við niður að fljótinu og héldum að
Skriðuklaustri. þ>okan var nú að mestu horfin, nema