Andvari - 01.01.1883, Page 51
austurland.
49
hvítii' iindar hér og livar í fjöllunum, stórar hvítar
þokuslæður rákust fyrir . morgungolunni í bylgjum og
bólstrum út fijótið, og eigi sá í vatnið nema hér og hvar,
en sólaruppkoman sló mistri yfir landið og þokuhnoðr-
arnir sigldu glóandi rauðir fram með bláum fjalla-
brúnunum.
Frá Skriðuklaustri fórum við næsta dag að Hall-
ormstað. Fjöllin eru hér öll úr blágrýti, hvert hamra-
beltið uppaföðru; rétt fyrir innan Skriðu gengur basalt-
gangur upp fjallið á ská, gegn um öll lögin; hann er
glöggur og samanhangandi og stendur dálítið út, úr;
hann er kallaður Tröllkonustígur. Slíkir gangar (eða
uppskotnir vegir) eru myndaðir á þann hátt, að eldleðja
úr innýflum jarðar hefir brotizt gegnum sprungur í
jarðlögunum og fyllt þær; þegar dalurinn grófst í gegn um
lögin af áhrifum vatns og jökla, kom berghlein þessi í
ljós; hvergi heíir eg séð jafnstóran og glöggan gang
eins og þenna. Töluvert undirlendi er hér fyrir botnin-
um á Leginum, mýrar og engjar, jökulleðjan berst úr
Jökulsá og sést vel litagreining á jökulvatninu og berg-
vatninu nokkra stund, eptir að hún er komin saman
við Kelduá. Austanvert við fljófið er mjög víða skógi
vaxið og skógurinn við Hallormstað er eflaust einhver
hin mesti og fríðasti á íslandi, ef ei mestur allra; hann
er að því leyti ólíkur fiestum öðrum slcógum, að í hon-
um eru mjög víða há tré, beinvaxiu með laufkrónu í
toppinum, en í öðrum skógum hér á landi er mestallt
krældótt hrískjörr og smárunnar. Að Hallormstaða-
skógur er enn svo fagur er mest því að þakka, að vel
hefir verið farið með hann á seinni árum bæði af séra
Sigurði sál. Gunnarssyni og f^li kandidat Vigfússyni,
er nú býr á Hallormstað. Við Hallormstað er Gatna-
skógur fallegastur, þar eru birkitré 24—28 þuml. að um-
máli og 25—30 fet á hæð hin hæstu, þar eru og smá-
runnar á milli, grasfletir, lækir og fögur útsjón úr skógar-
Andvnri JX. a